fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Sveppi er einn af höfundum Skaupsins í ár – Sendir Skúla Mogensen skilaboð: „Leyfðu okkur að gera grín að þér í friði“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 5. desember 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Þór Sverrisson, einn af handritshöfundum Skaupsins í ár lýsir því hvernig sum atriði sem skrifuð er í handritið geta orðið „úrelt“ áður en þau eru sýnd á gamlárskvöld, og hætt að vera fyndin sökum þess að ákveðin fréttamál í samfélaginu taka óvænta stefnu.

Auk Sveppa koma Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Sveppi og Arnór Pálmi Arnarson að handritsskrifum fyrir Áramótaskaupið 2018. Þá leikstýrir Arnór Pálmi Skaupinu annað árið í röð.

Í samtali við Sunnudagssögur á Rás 2 ræðir Sverrir Þór, betur þekktur sem Sveppi, meðal annars um  krísufundinn sem haldinn var hjá handritsteyminu í seinustu viku eftir að Klausturmálið svokallaða kom upp. Líkt og gefur að skilja þá er árið ekki búið og ýmislegt getur komið upp í þjóðfélaginu.

„Við vorum til dæmis búin að taka upp atriði með Skúla Mogensen, það atriði er svo eiginlega ónýtt í dag. Mig langaði helst að hringja í Skúla og biðja hann um að setjast niður og slaka á. Hvort hann geti ekki gengið frá þessu eftir áramót. Leyfðu okkur að gera grín að þér í friði!“

Að sögn Sveppa var svo sannarlega enginn skortur á hugmyndum innan hópsins varðandi Klausturmálið.

„Þetta Klausturmál, þó það sé varla hlæjandi að því, þá datt okkur strax í hug um fimmhundruð brandarar. Svo er það nú svolítið erfitt að þegar okkur höfundum Skaupsins dettur eitthvað fyndið í hug, þá er kannski einhver annar búinn að gera grínið þitt á netinu. Þá er erfitt að gera sama grín í Skaupinu, þó hugmyndin hafi kviknað hjá okkur þá er eins og við séum að stela þessu af fólkinu sem var með sama grínið á Twitter eða Facebook.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Íslenski tannlæknirinn sem hvarf í Hollandi vann hjá Heimi Hallgrímssyni í fyrra

Íslenski tannlæknirinn sem hvarf í Hollandi vann hjá Heimi Hallgrímssyni í fyrra
Fréttir
Í gær

Kennari liggur undir þungu ámæli vegna skrifa um nemendur: Segir íslenska grunnskólanemendur beita ofbeldi og fölskum ásökunum

Kennari liggur undir þungu ámæli vegna skrifa um nemendur: Segir íslenska grunnskólanemendur beita ofbeldi og fölskum ásökunum
Fréttir
Í gær

Þremenningunum sleppt úr haldi: Rannsókn sögð miða vel – Fíkniefnamisferli og peningaþvætti

Þremenningunum sleppt úr haldi: Rannsókn sögð miða vel – Fíkniefnamisferli og peningaþvætti
Fréttir
Í gær

Ung hjón unnu rúmar 30 milljónir um helgina: „Þau ætla að byrja á að fagna útskrift“

Ung hjón unnu rúmar 30 milljónir um helgina: „Þau ætla að byrja á að fagna útskrift“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir þjóðernissinnar hjóla í fjallkonuna: „Þessi kona er amerísk og á að vera stolt af því“

Íslenskir þjóðernissinnar hjóla í fjallkonuna: „Þessi kona er amerísk og á að vera stolt af því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gróðureldar geta breiðst út í Reykjavík og skapað mikla hættu

Gróðureldar geta breiðst út í Reykjavík og skapað mikla hættu