fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Hafðu yfirsýn yfir fjármálin í desember: 7 góð ráð til að forðast umframeyðslu í jólamánuðinum

Auður Ösp
Miðvikudaginn 5. desember 2018 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar eru duglegir að strauja greiðslukortin í desember enda er það ekki ókeypis að halda heilög jól. Hefðbundin jól fjögurra manna fjölskyldu kosta um 200 þúsund krónur samkvmt lauslegri úttekt DV nú á dögunum, en stærstur hluti jólakostnaðarins snýr að gjöfunum.

Það er því ekki óvitlaust að skipuleggja fyrirfram eyðsluna í desember og forðast þannig að sitja uppi með svimandi háan vasareikning á nýju ári. Hér fyrir neðan má finna nokkur góð ráð frá Umboðsmanni skuldara en á heimasíðu embættisins er að finna lista til útprentunar yfir helstu kostnaðarliði í desember.

1. Hvað eyddirðu miklu í fyrra?

Taktu saman lista yfir allar þær gjafir sem þú keyptir um síðustu jól (vonandi manstu það svona nokkurn veginn!) og skráðu niður viðbótar út- gjöld við matarkaup, ferðalög, gistingar, boð og jólatónleika og þar fram eftir götum. Berðu þetta svo saman við banka- yfirlit, kreditkortareikninga og kvittanir frá þessum tíma – eru útgjöldin í samræmi við það sem þú hafðir giskað á?

Eða eyddirðu meiru en þú hélst?

2. Hvernig fjármagnaðir þú jólaútgjöldin?

Ef þú fjármagnaðir jólin með lánum, kreditkortum, greiðslu- dreifingu eða með tilboðum um að „borga seinna“ þá er mikivægt að skoða hvernig gekk að greiða niður þau lán sem þú tókst þá. Hvernig lán tókstu, voru þau hagstæð?

3. Gerðu lista yfir allar gjafir sem þú keyptir

Voru þær allar nauðsynlegar? Kannski væru vinir þínir og fjölskylda bara ánægðari ef þið gerðuð eitthvað annað í ár. Til dæmis gæti „leynivinur“ verið málið fyrir fjölskylduna eða vinahringinn eða þið gætuð komið ykkur saman um hámarksverð eða einfaldlega sammælst um að hittast og gera eitthvað saman. Ræddu þetta við vini og vanda- menn núna, svo þér líði ekki illa yfir að stinga upp á þessu rétt fyrir jól!

4. Jólakötturinn

Þurfa allir á heimilinu á nýjum fötum að halda? Ef ekki þá væri ágætt að forgangsraða og kaupa ný föt í samræmi við þörf og aldur. Smábörnum er til að mynda nokkuð sama hvort þau eru í splunkunýjum fötum eða ekki.

5. Skynsamleg innkaup

Hvar verslaðir þú fyrir jólin í fyrra? Keyptirðu í búðum eða í gegnum vefverslanir? Keyptirðu allt á síðustu stundu? Margir söluaðilar eru með útsölur oft á ári, ekki síst í nóvember, til að hvetja okkur til að hefja jólainnkaupin. Þeir sem eru skipulagðir geta sparað sér umtalsverðar upphæðir með því að nýta sér þær!

Ef þú fékkst að dreifa afborgunum, athugaðu þá hversu háa vexti þær bera og hver lokaupphæðin er þegar allt er tekið saman. Ef þú vilt kaupa eitthvað ákveðið, fylgstu þá með vaxtalausum tilboðum, tilboðsdögum eða ókeypis heimsendingum og nýttu þessi tilboð.

6. Gerðu áætlun

  • Gerðu lista yfir allt sem þú þarft að kaupa fyrir jólin. Skiptu honum í gjafir, mat, föt, ferðakostnað og viðburði (notaðu töfluna hér að aftan!).
  • Áætlaðu hversu miklu þú munt verja í hvern lið á listanum.
  • Forgangsraðaðu – hvað er mikilvægast á listanum?
    Hverju myndirðu sleppa ef þú hefðir ekki mikið milli handanna?

7. Byrjaðu að spara

Byrjaðu á að taka saman forgangs-atriðin á listanum þínum. Síðan skaltu reikna út hvað það eru mar-gar vikur til jóla. Deildu í heildar- kostnaðinn með fjölda vikna til að sjá hvað þú ættir að leggja fyrir í hverri viku. Hefurðu efni á að leggja þetta til hliðar? Ef ekki, þarftu að líta aftur á listann og skera hann eitthvað niður.

Byrjaðu á að leggja fyrir fasta upphæð í hverri viku eða mánuði inn á sér-stakan reikning – einhvers staðar þar sem þú hefur ekki svo greiðan aðgang að peningunum!

Ræddu sparnað við vini þína til að fá fleiri hugmyndir og mundu
– meiri sparnaður = minni lántaka = minna stress = meiri ánægja!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Vilja Íslendinginn handtekinn: „Verst af öllu er að horfa upp á áhugaleysið hjá þeim“

Vilja Íslendinginn handtekinn: „Verst af öllu er að horfa upp á áhugaleysið hjá þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirgefnir brjóstahaldarar á Suðurlandi: „Hugsað fyrir skemmtilegheitin“

Yfirgefnir brjóstahaldarar á Suðurlandi: „Hugsað fyrir skemmtilegheitin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smári: Steiktu Kóreumenn upp úr lýsi? – „Gæti nú allt eins talist stríðsglæpur“

Smári: Steiktu Kóreumenn upp úr lýsi? – „Gæti nú allt eins talist stríðsglæpur“
Fyrir 2 dögum

Miðflokkstaktar Simma

Miðflokkstaktar Simma
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Máni er 11 ára með elliglöp og búinn að vera týndur í sólarhring – Hundaeigandi sendir neyðarkall

Máni er 11 ára með elliglöp og búinn að vera týndur í sólarhring – Hundaeigandi sendir neyðarkall
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Telja hverfandi líkur á að Jón Þröstur finnist á lífi

Telja hverfandi líkur á að Jón Þröstur finnist á lífi