fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Karl Ágúst segir tímabært að líta á starf rithöfunda sem „alvöru vinnu“: „Meginþorri rithöfunda er að þessu næstum í hjáverkum“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 4. desember 2018 19:30

Karl Ágúst Úlfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eins og er er starf rithöfunda, til dæmis hjá því opinbera, skilgreint sem hlutastarf,“ segir Karl Ágúst Úlfsson leikari og formaður Rithöfundasambandsins en hann gagnrýnir bág kjör rithöfunda á Íslandi. Hann óttast fækkun í stéttinni.

Karl Ágúst er sjálfur með meistaragráðu í leikritun og handritagerð og hefur skrifað og þýtt fjölda leikverka auk þess sem hann hefur  sinnt kennslu í leikritun og skapandi skrifum

Í samtali við útvarpsþáttinn Orð um bækur á Rás 1 bendir Karl Ágúst á þá staðreynd að hér á landi er almennt ekki litið á starf rithöfundarins sem „alvöru vinnu.“

„Það er enginn rithöfundur á fullum launum og það er eitthvað sem við verðum að skoða mjög alvarlega. Það eru alls konar teikn á lofti um það að tungumálið eigi í vök að verjast. Eitt af því öflugasta verkfæri sem við höfum í höndunum eru bókmenntir eða ritlist,“

Karl Ágúst  telur nauðsynlegt að styðja við þá sem leggja fyrir sig skapandi skrif.

„Ef við gerum það ekki þá missum við okkar besta fólk til annarra starfa. Það verður hér algjör flótti. Höfundar berjast í bökkum. Það eru örfá dæmi um það að höfundar séu á einhverjum alvöru launum eða launakjörum. Meginþorri rithöfunda er að þessu næstum í hjáverkum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis