fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Eva á götunni með tvö ung börn: Hálf íslensk fjölskylda missti allt sitt í húsbruna

Auður Ösp
Þriðjudaginn 4. desember 2018 20:00

Líkt og sjá má er heimili fjölskyldunnar gjörónýtt eftir húsbrunann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hálf íslensk fjölskylda stendur uppi heimilislaus og allslaus eftir að stórbruni varð í fjölbýlishúsi þeirra í Jersey City síðastliðið föstudagskvöld. Húsið er nú óíbúðarhæft. Allar líkur eru á því að innbúið fáist ekki bætt hjá tryggingafélaginu og eins og stendur er litla fjölskyldan á vergangi.

Linda María Traustadóttir er aðstandandi Evu Jóhannesdóttur sem búsett er í New Jersey ásamt bandarískum eiginmanni og tveimur ungum börnum, 1 árs og 6 ára en hjónin reka veitingastað þar í borg.

„Þetta er semsagt þriggja hæða blokk sem þau búa í. Maðurinn hennar Evu heitir Gary og mamma hans býr á hæðinni fyrir ofan þau. Systir mömmu hans býr svo á hæðinni fyrir neðan þau,“ segir Linda María í samtali við DV.

„Á föstudagskvöldinu þegar fjölskyldan er að fara að sofa heyrir Gary hljóð á efri hæðinni eins og reykskynjari sé í gangi. Þar sem mamma hans bjó á efri hæðinni þá hleypur hann upp til að athuga hvað sé í gangi. Hljóðið kom frá hinni íbúðinni á efri hæðinni sem var kviknað í og fór Gary beint í það að tæma alla blokkina eins og skot,“ segir Linda María en ekki er vitað með vissu hver voru upptök eldsins.

„Slökkviliðið mætti beint á staðinn og náði að slökkva eldinn en blokkin var orðin kolamoli. Þau fengu að fara inn daginn eftir og athuga hvort þau gætu náð í eitthvað en það var auðvitað allt sótsvart og rennandi blautt svo allar eigur þeirra voru ónýtar. Þau tóku sængurnar og reyndu að þvo þær margoft til að ná reyklyktinni úr.“

Hérna sést Gary halda á syni þeirra fyrir utan um nóttina en Eva er á milli fólksins í hvíta klæðnaðinum og heldur á dóttur þeirra. Líkt og sjá má er hún aðeins með teppi yfir dóttur sinni, sem var eingöngu í samfestingi.

Linda bætir við að ofan á allt saman þá er móðir Gary einnig orðin heimilislaus, og sömuleiðis móðursystir hans sem bjó á hæðinni fyrir neðan fjölskylduna.

„Þau hafa því síðustu nætur verið að krassa hjá hinum og þessum. Þau eru búin að vera í eina til tvær nætur hjá hverjum fyrir sig en strákurinn þeirra er náttúrulega í fyrsta bekk í skóla þannig það er rosa bras að vera á milli húsa og reka staðinn og finna út úr þessu máli.“

Að sögn Lindu Maríu voru Eva og Gary nýbúin að skipta um tryggingafélag og hafa nú fengið þau svör að tryggingin nái yfir endurbætur á íbúðinni sjálfri en innbúið þeirra var hins vegar ekki tryggt. Þau standa því uppi heimilislaus og allslaus.

Sett hefur verið af stað söfnun á vef Gofundme.com þar sem hægt er að styðja við bakið á Evu og fjölskyldu hennar með frjálsum fjárframlögum.

Endurbætur á íbúðinni munu að öllum líkindum standa yfir í fjóra til sex mánuði en sem fyrr segir missti fjölskyldan allt sitt innbú í brunanum, svo sem húsgögn, leikföng og heimilistæki. Söfnunarféð mun að sögn Lindu hjálpa fjölskyldunni að byggja upp nýtt innbú og jafnframt gera þeim kleift að eignast samastað á meðan framkvæmdirnar standa yfir.

„Frænka Gary stofnaði söfnunina eftir að það kom í ljós þetta með tryggingarnar. Í Bandaríkjunum tekur langan tíma fyrir allt svona dæmi að fara í gegnum ferli svo þetta eru svakalegar aðstæður sem þau er í núna, heimilislaus og bara allslaus,“ segir Linda Maríu um leið og hún hvetur sem flesta til að leggja söfnuninni lið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ásmundur færði Íþróttasambandi fatlaðra tvær milljónir og blómvönd

Ásmundur færði Íþróttasambandi fatlaðra tvær milljónir og blómvönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þyrla, varðskip og björgunarsveitir kallaðar út vegna elds í rækjutogara

Þyrla, varðskip og björgunarsveitir kallaðar út vegna elds í rækjutogara
Fréttir
Í gær

Ólga innan FKA – Vel skipulögð hallarbylting – Nýr formaður vísar gagnrýni á bug

Ólga innan FKA – Vel skipulögð hallarbylting – Nýr formaður vísar gagnrýni á bug
Fréttir
Í gær

Inga Sæland minnist Helga: „Sorgin hverfur aldrei“

Inga Sæland minnist Helga: „Sorgin hverfur aldrei“
Fréttir
Í gær

Martröð Íslendinga í Torrevieja – Óprúttnir þjófar stálu fermingarpeningunum: „Þetta er skelfilegt“

Martröð Íslendinga í Torrevieja – Óprúttnir þjófar stálu fermingarpeningunum: „Þetta er skelfilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn í Kópavogi vegna líkamsárásar og fjársvika

Handtekinn í Kópavogi vegna líkamsárásar og fjársvika
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Talaði búningahönnuður Hatara af sér? – Lak því að bomba sé á leiðinni – „Bíðið bara“

Talaði búningahönnuður Hatara af sér? – Lak því að bomba sé á leiðinni – „Bíðið bara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rútuslys á Suðurlandsvegi – Þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang

Rútuslys á Suðurlandsvegi – Þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang