fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Var á leið í flug til Íslands en komst aldrei á áfangastað -Skildi eftir einlæg skilaboð

Auður Ösp
Mánudaginn 3. desember 2018 18:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru einungis tíu dagar síðan við hittumst yfir kaffibolla og ræddum saman og hún sagði mér hvað hún væri spennt yfir því að fara til Íslands.“ Þetta ritar vinur bandarískar konu, Kelly Anne Broderick í minningargrein um hana. Kelly Anne var á leið í langþráð ferðalag til Íslands þann 24.nóvember síðastliðinn en hún komst aldrei á áfangastað.

Kelly Anne var búsett í Englewood í Colorado fylki þar sem hún starfaði sem afleysingakennari og þjálfaði börn í blaki og hafnarbolta. Þá hafði hún nýlokið 11 mánaða trúboðsferð um Suður Ameríku, Asíu og Suður Afríku.

Þann 24.nóvember síðastliðinn átti Kelly Anne bókað flugfar til Íslands og bauðst vinkona hennar til þess að skutla henni á flugvöllinn í Denver. Á leiðinni þangað, um hálf þrjú leytið um nóttina, mættu þær bíl sem ók á ógnarhraða í suðurátt, þrátt fyrir að akreinin væri í norðurátt. Árekstur var óumflýjanlegur en Kelly Anne skaust út úr bifreiðinni eftir að ekið var á þær. Hún lést samstundis, en vinkona hennar var flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús.

Í kjölfarið var ökumaður hinnar bifreiðarinnar, hin 27 ára gamla Amanda Morris handtekin. Fram kemur á vef FOX fréttastofunnar í Dener að Amanda hafi verið undir áhrifum áfengis þegar áreksturinn varð. Var hún svo drukkin að hún gat varla staðið upprétt, auk þess sem hún var þvolgumælt, augu hennar voru blóðhlaupin og hún angaði af áfengislykt. Fram kemur á vef KDVR að hún eigi nú yfir höfði sér kæru fyrir manndráp.

Fjölskylda og vinir Kelly Anne lýsa henni sem „einstakri manneskju með hjarta úr gulli og smitandi bros.“

Áður en hún hélt í trúboðsferðina ritaði hún einlæga færslu á bloggsíðu sína þar sem hún minnti fólk á að óttast hvorki lífið né dauðann.

Í færslunni segist hún oft hafa gleymt að lifa í núinu þar sem hún var svo upptekin af framtíðinni og öllu því sem hún vildi áorka í lífinu. Þar af leiðandi hafi hún ekki náð að „njóta ferðarinnar“ eins og hún orðar það.

„Það hljómar kanski fáránlega að búa í ferðatösku í heilt ár, nota svefnpoka sem rúm og halda af stað í erfiðasta ferðalag ævi minnar. En ég óttast ekkert. Ég fæ að vera trúboði í heilt ár, ég fæ að þjóna fólki og sýna því ást og væntumþykju og ég fæ að hafa áhrif.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ásmundur færði Íþróttasambandi fatlaðra tvær milljónir og blómvönd

Ásmundur færði Íþróttasambandi fatlaðra tvær milljónir og blómvönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þyrla, varðskip og björgunarsveitir kallaðar út vegna elds í rækjutogara

Þyrla, varðskip og björgunarsveitir kallaðar út vegna elds í rækjutogara
Fréttir
Í gær

Ólga innan FKA – Vel skipulögð hallarbylting – Nýr formaður vísar gagnrýni á bug

Ólga innan FKA – Vel skipulögð hallarbylting – Nýr formaður vísar gagnrýni á bug
Fréttir
Í gær

Inga Sæland minnist Helga: „Sorgin hverfur aldrei“

Inga Sæland minnist Helga: „Sorgin hverfur aldrei“
Fréttir
Í gær

Martröð Íslendinga í Torrevieja – Óprúttnir þjófar stálu fermingarpeningunum: „Þetta er skelfilegt“

Martröð Íslendinga í Torrevieja – Óprúttnir þjófar stálu fermingarpeningunum: „Þetta er skelfilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn í Kópavogi vegna líkamsárásar og fjársvika

Handtekinn í Kópavogi vegna líkamsárásar og fjársvika
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Talaði búningahönnuður Hatara af sér? – Lak því að bomba sé á leiðinni – „Bíðið bara“

Talaði búningahönnuður Hatara af sér? – Lak því að bomba sé á leiðinni – „Bíðið bara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rútuslys á Suðurlandsvegi – Þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang

Rútuslys á Suðurlandsvegi – Þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang