fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
Fréttir

Hlustaðu á Sigmund lýsa niðurlægingu Geirs Haarde: „Þetta var mjög furðuleg móttaka af hálfu forsætisráðherra“

Hjálmar Friðriksson og Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 3. desember 2018 16:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og hefur komið fram fóru þingmenn yfir víðan völl meðan þeir sátu að sumbli á barnum Klaustri á dögunum. Á einum tímapunkti ræðir Sigmundur um sín fyrstu skref í stjórnmálum. Hann lýsir því hvernig hann hafi átt fund með Geir H. Haarde, meðan sá síðarnefndi var enn forsætisráðherra. Á þeim fundi hafi Geir verið niðurlægður og brotinn maður, í það minnsta lýsir Sigmundur honum þannig.

Þetta er ekki í eina skiptið sem Geir kemur fyrir í upptökunum en líkt og DV greindi frá síðastliðinn miðvikudag þá skipaði Gunnar Bragi Sveinsson Árna Þór Sigurðsson fyrrverandi þingmann VG sendiherra til að draga athygli frá Geir Haarde. Í kjölfarið taldi Gunnar Bragi sig eiga inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum, að hans biði svipuð staða síðar. Gunnar Bragi hefur eftir það reynt að draga í land með þá frásögn.

Í upptökunni, sem má heyra hér fyrir neðan, lýsir Sigmundur fundi sem hann átti ásamt „strákunum“ með Geir Haarde í Stjórnarráðinu. Af lýsingu að dæma átti þessi fundur sér stað meðan búsáhaldabyltingin stóð yfir. Geir er sagður hafa sagt að frægt skilti hafi lýst tilfinningu sinni. Á því stóð „Helvítis fokking fokk“. Samkvæmt Sigmundi var Geir miður sín yfir því að loksins þegar kom að því að hann yrði forsætisráðherra þá hafi orðið hrun.

Sigmundur Davíð: Geir Haarde má eiga það, þó að ég hafi verið mjög gagnrýninn á hann á sínum tíma, má eiga það að hann bauð okkur strákunum í Stjórnarráðið.

Já, og við sátum þennan fund, bara einhverjir gaurar, hann vissi ekkert hverjir við værum, að reyna að útskýra fyrir honum í hvers konar rosalegum vandræðum ríkisstjórnin væri. …

Þetta voru … strákar, sem voru búnir að vekja athygli í fjölmiðlum og svona.

Við sátum, hann sat við endann, í stól forsætisráðherra, við sátum við ríkisstjórnarborðið,

og mér er ennþá minnisstætt að hann var að lýsa stöðunni sem hann sjálfur var í.

Núna, í öll þessi ár, að átta sig á, vera orðinn forsætisráðherra.“

Bergþór: And it sucked!

Sigmundur: Já.

Loksins kom að því. Og akkúrat þegar kom að því, þá var bara allt að fara til fjandans.

Og hann sagði, og ég er ekki að búa þetta til, hann sagði: „Ég sá mann hérna fyrir utan halda á skilti sem stóð á Fokking fokk.“

Og ég hugsaði bara já, þetta skilti lýsir akkúrat hugarfari mínu í þessu ástandi.

Helvítis fokking fokk. Það var í fyrsta skipti sem ég heyrði af þessu skilti.“

Gunnar Bragi: En pælið í því að forsætisráðherra landsins er að lýsa því hvernig hann hugsar við hóp af ungum mönnum sem hafa áður komið fram að …

Og það sem hann segir, burtséð frá …

að þegar, þegar … og tíminn líður, þá setur hann neyðarlögin.

En það sem er forvitnilegt í þessu er að forsætisráðherra landsins er að lýsa því við einhverja menn úti í bæ að… Hann segir bara I’m fucked.

Sigmundur: Það var bara … hann sat þarna, hallaði sér aftur í stólinn og var búinn að vera að vinna í þessari pólitík í 30 ár, nú var hann orðinn forsætisráðherra og þá bara gerist þetta, og sá mann með þetta skilti og „þetta bara lýsir stöðu minni“.

Og mér finnst þetta bara svo einlægt.

Allavega, þarna er forsætisráðherra landsins.

Hann er bara algjörlega búinn á því. Þetta er bara staðan sem við erum í, strákar.

Þetta var mjög furðuleg móttaka af hálfu forsætisráðherra. En virðingarverð eftir á að hyggja. Hann vissi bara ekkert hvað hann átti að gera.

Svo heldur þetta stríð allt áfram, Icesave og allt þetta. Og ég fer í viðtölum, og við, að hamast í fjölmiðlum og hugsa… þangað til að byrja menn á Austurlandi að hafa samband við mig og eru með þá undarlegu hugmynd að gera mig að formanni Framsóknarflokksins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Margrét Gnarr sýnir hvernig er hægt að æfa með ferðatösku

Margrét Gnarr sýnir hvernig er hægt að æfa með ferðatösku
Fréttir
Í gær

Kolbrún segir að Áslaug hafi sýnt dómgreindarleysi: „Athugasemd hennar um að einmitt nú sé þörf á netverslun með áfengi lýsir léttúð“

Kolbrún segir að Áslaug hafi sýnt dómgreindarleysi: „Athugasemd hennar um að einmitt nú sé þörf á netverslun með áfengi lýsir léttúð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ískyggilegt ástand hjá hjúkrunarfræðingum í COVID-faraldrinum – Sumir sofa aðeins tvo tíma á sólarhring

Ískyggilegt ástand hjá hjúkrunarfræðingum í COVID-faraldrinum – Sumir sofa aðeins tvo tíma á sólarhring
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Víðir kvíðir páskunum með tilheyrandi ferðalögum„Áhyggjuefni ef fólk fer að hópast mikið saman“

Víðir kvíðir páskunum með tilheyrandi ferðalögum„Áhyggjuefni ef fólk fer að hópast mikið saman“