Föstudagur 05.mars 2021
Fréttir

Sigurður Ingi bendir á að þingmennirnir hafa ekki beðið konur sem þeir töluðu svívirðilega um á Klaustri afsökunar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. desember 2018 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, bendir á að þingmenn Miðflokksins sem töluðu hraksmánarlega meðal annars um konur og fatlaða höfðu í gær enn ekki haft samband við Írisi Róbertsdóttur, Freyju Haraldsdóttur né Lilju Alfreðsdóttur og beðið þær afsökunar. Segir hann það athafnaleysi ekki byggja undir það traust sem menn segist stefna á að endurvekja. Menn sem segðust hafa langan afsökunarlista væru ekki búnir að hafa samband við þessar konur.

Þetta kom fram í umræðuþættinum Silfrinu á RÚV. Stjórnandi þáttarins Fanney Birna Jónsdóttir benti Sigurði á þau ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, að hann hefði oft upplifað jafnvel grófari umræðu þingmanna um samstarfsmenn sína en þarna átti sér stað. Sigurður Ingi kannaðist ekki við slíkt. Hann hefði setið í mörgum búningsklefum íþróttaklúbba eða samkvæmum karlakóra og ýmsum þröngum karlasamkundum, og hann hefði aldrei upplifað slíka mannfyrirlitningu í tali manna fyrr, hvað þá svona kerfisbundna neikvæða umræðu um menn og málefni í þrjár klukkustundir.

Sigurður Ingi lagði áherslu á að það væri ekki Alþingis í heild að draga lærdóm af þessu máli heldur eingöngu þeirra þingmanna sem þarna komu við sögu og höguðu sér með þessum hætti.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði að siðanefnd Alþingis þyrfti að koma saman hið fyrsta og skoða málið því hún teldi að í leyniupptökunum hefði verið ljóstrað upp um spillingu og lögbrot sem nauðsynlegt væri fyrir alþingismenn að utanaðkomandi aðilar skoðuðu. Vill Þórhildur að siðanefndin komi saman sem fyrst vegna málsins.

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir að henni hafi liði skelfilega yfir fréttum upp úr leyniupptökunni og dagurinn hefði verið tilfinningalegur rússíbani. Hún segir sorglegt að á meðan Íslendingar hafi verið í fararbroddi í jafnréttisumræðu og átakið #heforshe hafi verið flaggskip íslenskrar utanríkisþjónustu þá skuli þetta gerast – „Þetta er rothögg,“ sagði Hanna Katrín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Uppfært – Konan er fundin

Uppfært – Konan er fundin
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Banni við drónaflugi aflétt í kvöld

Banni við drónaflugi aflétt í kvöld
Fréttir
Í gær

Covid, jarðskjálftar og nú lakkrísrör – Stærðin skiptir bara víst máli

Covid, jarðskjálftar og nú lakkrísrör – Stærðin skiptir bara víst máli
Fréttir
Í gær

Víðir róar þjóðina og segir engan í hættu

Víðir róar þjóðina og segir engan í hættu