fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
Fréttir

Þjóðþekktir einstaklingar sýna Báru stuðning – Sjáðu myndbandið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. desember 2018 15:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bára Halldórsdóttir, sem stóð að baki upptöku af samtali sex þingmanna á barnum Klaustri í nóvember, er nú mætt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.

Viðtalið við Báru byrjar á mínútu 23:01

Bára var boðuð fyrir dóminn þar sem fjórir skjólstæðingar Reimars Péturssonar, lögmanns, hafa lagt fram beiðni um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna málsins.

Í Morgunblaðinu í dag kom fram að forsenda beiðni lögmannsins sé ákvæði í lögum um meðferð einkamála. Beiðnin verður ekki skilin öðruvísi en að dómsmál kunni að verða höfðað gegn Báru.

Boðað hefur verið til samstöðufundar með Báru fyrir utan Héraðsdóm í dag og þegar þetta er skrifað eru fjölmargir mættir.

Blaðamaður DV sem er á svæðinu segir að nánast sé fullt út úr dyrum í héraðsdómi og eru þjóðþekktir einstaklingar í hópi gesta. Meðal þeirra má nefna Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra. Þá eru á svæðinu Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og stofnandi Sósíalistaflokksins, Mörður Árnason, Sólveig Jónsdóttir, formaður Eflingar og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.

Morgunblaðið hafði eftir Rannveigu Ernudóttur, sem er skipuleggjandi fundarins, í dag að mikilvægt sé að sýna Báru stuðning og að hún sé ekki ein og eigi þakklæti skilið. Á Facebooksíðu fundarins er fólk beðið um að geyma mótmælaaðgerðir og að sagt að Bára hafi beðið fólk um að mæta ekki í gulum vestum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Margrét Gnarr sýnir hvernig er hægt að æfa með ferðatösku

Margrét Gnarr sýnir hvernig er hægt að æfa með ferðatösku
Fréttir
Í gær

Kolbrún segir að Áslaug hafi sýnt dómgreindarleysi: „Athugasemd hennar um að einmitt nú sé þörf á netverslun með áfengi lýsir léttúð“

Kolbrún segir að Áslaug hafi sýnt dómgreindarleysi: „Athugasemd hennar um að einmitt nú sé þörf á netverslun með áfengi lýsir léttúð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ískyggilegt ástand hjá hjúkrunarfræðingum í COVID-faraldrinum – Sumir sofa aðeins tvo tíma á sólarhring

Ískyggilegt ástand hjá hjúkrunarfræðingum í COVID-faraldrinum – Sumir sofa aðeins tvo tíma á sólarhring
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Víðir kvíðir páskunum með tilheyrandi ferðalögum„Áhyggjuefni ef fólk fer að hópast mikið saman“

Víðir kvíðir páskunum með tilheyrandi ferðalögum„Áhyggjuefni ef fólk fer að hópast mikið saman“