fbpx
Laugardagur 28.maí 2022
Fréttir

Frost í sölu fasteigna í miðbænum

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 15. desember 2018 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið framboð er af nýjum íbúðum til sölu í miðbæ Reykjavíkur og bendir ýmislegt til að markaðurinn sé mjög hægur, jafnvel frosinn. Samkvæmt lauslegri talningu DV eru um 150 nýjar íbúðir óseldar á fasteignasíðum og enn fleiri á leiðinni. Í Hagsjá Landsbankans í vikunni birtust vangaveltur um hvort verið væri að byggja of mikið af íbúðum hérlendis, eina ferðina enn. Margt virðist þó benda til þess að of mikið hafi verið byggt á röngum stað á höfuðborgarsvæðinu.

74% íbúða óseld

DV tók saman stöðuna á sölu nýrra íbúða í miðbæ Reykjavíkur. Samkvæmt fasteignasíðum eru fjölmargar íbúðir til sölu í alls tíu nýbyggingum, Geirsgötu 2 og 4, Tryggvagötu 13, Frakkastíg 8C, 8D og 8E, Hverfisgötu 58A, 58B og 94 auk Arnarhlíðar 1 sem tilheyrir Valssvæðinu svokallaða. Alls hafa 217 íbúðir í þessum húsum verið boðnar til sölu undanfarna mánuði en aðeins 56 eru seldar, ef mið er tekið af þinglýstum eigendum í Fasteignaskrá. Það þýðir að 74% íbúðanna eru óseld. Nokkrar vikur getur tekið að þinglýsa kaupsamningum á nýjar íbúðir og því eru þessar tölur birtar með þeim fyrirvara.

Flestir virðast sammála um að mikil umframeftirspurn sé eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og nærliggjandi svæðum. Það er því augljóst að ástæðan fyrir því að íbúðirnar seljast ekki er aðeins eitt, verðið.

Markaðurinn fyrir fasteignir í miðbænum er takmarkaður. Út af verðinu er ólíklegt að ungt fólk sem er að leita að sinni fyrstu eign eigi möguleika á að kaupa eignir. Þá eru minni líkur en meiri á að barnafólk hafi áhuga á að búa í slíkum eignum í miðbænum. Meginuppistaða markaðarins er því barnlaust fólk í eldri kantinum sem kannski er að minnka við sig og hugnast það vel að búa í hringiðu miðborgarinnar.

Fermetraverð eignanna í þessari úttekt DV er frá rúmlega 600 þúsundum króna og allt upp í tæplega eina milljón króna. Til samanburðar þarf að leita í skamma stund til þess að finna nýbyggingar í Grafarholti fyrir rúmlega 400 þúsund krónur á fermetrann.

Þá hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir fjárfesta að talsvert magn af nýbyggingum á enn eftir að koma inn á markaðinn. Þar má nefna glæsilegar íbúðir við Austurbakka sem og mörg hundruð íbúðir á Valssvæðinu. Þar hafa íbúðir í fjölbýlishúsi við Arnarhlíð 1 verið í sölu í tæpa átta mánuði en aðeins 25 af 46 íbúðum hafa selst.

Geirsgata 2: Ein íbúð seld af 22. Fermetraverð: 780–947 þúsund krónur.

Geirsgata 4: Engin íbúð seld af 28. Fermetraverð: 790–946 þúsund krónur

Geirsgata 2 og 4. Eigandi: Reykjavik Development ehf.

 

 

 

 

 

 

Tryggvagata 13. Eigandi: T13 ehf.

 

 

Tryggvagata 13: Níu íbúðir seldar af 38. Fermetraverð 630–793 þúsund krónur.

 

 

 

 

 

 

 

 

Frakkastígur 8C, 8D og 8E. Eigandi: Blómaþing ehf. Sömu aðilar eiga Hverfisgötu 58A og 58B.

Frakkastígur 8C: Fimm íbúðir seldar af 22. Fermetraverð 614–787 þúsund krónur

Frakkastígur 8D: Þrjár íbúðir seldar af 21

Frakkastígur 8E: Fjórar íbúðir seldar af 8

Hverfisgata 58A og 58B: Átta íbúðir seldar 16. Fermetraverð 604–791 þúsund krónur.

 

 

 

 

 

Hverfisgata 94. Eigendur: Hverfisstígur ehf. og SA Byggingar ehf.

Hverfisgata 94: Ein íbúð seld af 16. Fermetraverð um 620 þúsund krónur.

 

Arnarhlíð 1: Tuttugu og fimm íbúðir seldar af 46. Fermetraverð á bilinu 650–740 þúsund krónur.

Arnarhlíð 1. Eigandi: B-reitur ehf.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjastjórn íhugar að senda sérsveitarmenn til Úkraínu

Bandaríkjastjórn íhugar að senda sérsveitarmenn til Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Forsetinn vildi ekki hitta Gunnar vegna sómölsku kvennanna sem á að vísa úr landi

Forsetinn vildi ekki hitta Gunnar vegna sómölsku kvennanna sem á að vísa úr landi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir að reyna að koma fölsuðum peningaseðlum í umferð

Ákærður fyrir að reyna að koma fölsuðum peningaseðlum í umferð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þunguð kona sleppur við brottvísun að sinni

Þunguð kona sleppur við brottvísun að sinni