fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Almannatenglar skráðir sem innherjar hjá Icelandair

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. desember 2018 10:00

Gísli Freyr Valdórsson, ritstjóri Þjóðmála, og Friðjón R. Friðjónsson, almannatenglar hjá KOM. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 20. nóvember síðastliðinn voru almannatenglarnir Friðjón Friðjónsson og Gísli Freyr Valdórsson, hjá KOM, skráðir sem innherjar hjá Icelandair Group hf. Fyrir nokkrum mánuðum gekk sú saga fjöllum hærra að starfsmenn KOM stæðu að baki neikvæðum fréttum um flugfélagið WOW air í þeim tilgangi að spilla fyrir frægu skuldabréfaútboði fyrirtækisins upp á 50 milljónir króna. Eyjan skrifaði frétt um þær ásakanir um miðjan september og brást Friðjón hart við þegar hann var spurður út í þessa kenningu. „Þetta eru fullkomin og alger og helber ósannindi,“ sagði Friðjón í samtali við Eyjuna. Gísli Freyr, sem helst er þekktur fyrir aðild sína að lekamálinu svokallaða, brást einnig við umfjölluninni og vísaði fréttunum til föðurhúsanna. Icelandair segir í svari til DV að aðkoma KOM-manna miðist aðeins við 20.nóvember.

Náin tengsl við áhrifamikla fjölmiðlamenn

Í áðurnefndri frétt Eyjunnar var bent á náin tengsl Friðjóns við Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins í Fréttablaðinu, og Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóra viðskipta hjá Morgunblaðinu. Fjölluðu miðlarnir ítarlega um slæma stöðu WOW air í aðdraganda skuldabréfaútboðsins. Sérstaklega vakti frétt Morgunblaðsins um að WOW air skuldaði Isavia ohf. um tvo milljarða króna í lendingargjöld mikla athygli.

Brást illa við fréttaflutningnum

Skúli Mogensen

Brást Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, illa við fréttaflutningnum. „Ég get ekki orða bundist lengur að sjá hvernig sumir fjölmiðlar keppast um að tortryggja WOW air og það sem við höfum byggt upp undanfarin ár. Ég hreinlega trúi ekki að nokkur blaðamaður eða fjölmiðill sé svo skammsýnn að vilja vísvitandi skemma fyrir áframhaldandi uppbyggingu félagsins. Nýjasta „fréttin“ er að við eigum að skulda Isavia yfir tvo milljarða. Þessu er slegið upp með stórri fyrirsögn í æsifréttastíl á forsíðu Morgunblaðsins í dag og er vitnað í nafnlausan heimildarmann. Við leggjum ekki í vana okkar að tjá okkur um einstaka birgja eða þjónustusamninga en þetta er einfaldlega rangt. Við eigum mjög gott samstarf við Isavia og höfum aldrei skuldað þeim yfir tvo milljarða króna og það er til skammar að Morgunblaðið sé að slá upp slíkum fyrirsögnum án áreiðanlegra heimilda,“ sagði Skúli í yfirlýsingu á sínum tíma.

Eins og frægt varð gekk skuldabréfaútboð WOW air ekki sem skyldi og skömmu síðar var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Icelandair á WOW air, sem voru einar stærstu viðskiptafréttir ársins. Rúmum þremur vikum síðar féll þó Icelandair frá kaupunum og bandaríska félagið Indigo Partners stökk til og fjárfesti í WOW.

Í vikunni var síðan tilkynnt um hópuppsagnir hjá WOW air en 111 fastráðnum starfsmönnum var sagt upp störfum. Þá kom fram að flugvélar yrðu seldar og rekstur félagsins einfaldaður.

Rétt er að geta þess að önnur dæmi eru um að aðkeyptir almannatenglar séu skráðir sem innherjar hjá stórum félögum. Þannig er Einar Karl Haraldsson skráður sem innherji hjá Heimavöllum hf. og Ásgeir Friðgeirsson er skráður sem innherji hjá HB Granda.

DV hafði samband við Icelandair vegna málsins og leitaði eftir frekari skýringum á starfi tvímenninganna fyrir félagið. Í svari Icelandair segir: „Í nóvember var samskiptasviðið hjá okkur lagt niður og framkvæmdastjóri þess lét af störfum. Ákveðið var að ráða utanaðkomandi ráðgjafa til að aðstoða fyrirtækið í þessum efnum og varð KOM fyrir valinu. Vinna þeirra hófst daginn eftir, 20. nóvember og afmarkast við ráðgjöf og upplýsingagjöf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“