fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ágúst Ólafur sagði ósatt um tilkynningu sína – Sagði samstarfsfólki að hún væri í samráði við Báru Huld en svo var ekki

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. desember 2018 08:05

Ágúst Ólafur Ágústsson, og Bára Huld Beck

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður flokksins, hafi sagt henni ósatt um tilkynningu sem hann sendi frá sér um samskipti hans við Báru Huld Beck. Bára svaraði tilkynningu Ágústs í gær og segir hann ekki hafa farið með rétt mál í frásögn hans af samskiptum þeirra.

Ágúst var áminntur af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fyrir áreiti hans gegn Báru. Fréttablaðið hefur eftir Ingu Björk að hún hafi trúað því að Ágúst Ólafur hefði sent yfirlýsinguna frá sér í samráði við Báru Huld og það hafi henni verið sagt skömmu áður en yfirlýsingin var send út.

„Auðvitað hryggir það mig mjög að svo hafi ekki verið. Auðvitað brýtur Ágúst Ólafur mitt traust sem formanns framkvæmdastjórnar, þegar mér er sagt að tilkynningin hafi verið send út í samráði við þolanda.“

Hefur Fréttablaðið eftir Ingu Björk.

Ágúst Ólafur játaði brot sitt fyrir trúnaðarnefnd flokksins en í henni fólst að hann reyndi endurtekið að kyssa Báru Huld í óþökk hennar. Hann niðurlægði hana síðan með móðgandi athugasemdum um útlit hennar og vitsmuni að hennar sögn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“