fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
Fréttir

Þúsundir styðja Báru á Facebook – „Ég mæti bara og stend fyrir mínu máli“

Tómas Valgeirsson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 11. desember 2018 21:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðlimum í stuðningshópi fyrir uppljóstrarann Báru Halldórsdóttur hefur fjölgað hratt í kjölfar þess að hún var boðuð fyrir dóm.

Málið kemur í kjölfar þess að fjórir af sexmenningunum frá Klaustri sendu beiðni til Persónuverndar um rannsókn málsins. Undir hana rituðu þingmenn Miðflokksins, þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Þingmenn flokks fólksins hafa hins vegar ekki óskað eftir rannsókn.

„Verndum Báru,“ stendur í lýsingu Facebook-hópsins Takk Bára, sem hefur verið stofnaður til þess að sýna henni hversu þakklátir margir eru fyrir að festa samtal þingmannanna á upptöku og dreifa henni til fjölmiðla. Þar er fólk einnig hvatt til að safna fyrir lögfræðikostnaði eða sekt Báru þegar nánar skýrist í málinu, en það verður tekið fyrir á mánudag í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15:15. Hefur meðal annars verið skipulagður viðburður á síðunni þar sem fólk ætlar að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur til að sýna Báru stuðning.

Þegar DV hafði samband við Báru vegna málsins sagði hún stefnuna ekki sýna þingmennina í góðu ljósi. „Ég mæti bara og stend fyrir mínu máli,“ segir Bára.

Þegar þetta er ritað hafa yfir 3000 manns skráð sig í hópinn, en fjöldinn fer afar hratt vaxandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Margrét Gnarr sýnir hvernig er hægt að æfa með ferðatösku

Margrét Gnarr sýnir hvernig er hægt að æfa með ferðatösku
Fréttir
Í gær

Kolbrún segir að Áslaug hafi sýnt dómgreindarleysi: „Athugasemd hennar um að einmitt nú sé þörf á netverslun með áfengi lýsir léttúð“

Kolbrún segir að Áslaug hafi sýnt dómgreindarleysi: „Athugasemd hennar um að einmitt nú sé þörf á netverslun með áfengi lýsir léttúð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ískyggilegt ástand hjá hjúkrunarfræðingum í COVID-faraldrinum – Sumir sofa aðeins tvo tíma á sólarhring

Ískyggilegt ástand hjá hjúkrunarfræðingum í COVID-faraldrinum – Sumir sofa aðeins tvo tíma á sólarhring
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Víðir kvíðir páskunum með tilheyrandi ferðalögum„Áhyggjuefni ef fólk fer að hópast mikið saman“

Víðir kvíðir páskunum með tilheyrandi ferðalögum„Áhyggjuefni ef fólk fer að hópast mikið saman“