fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Sigurður sætir orðljótri og særandi umræðu vegna lögbannsmáls í Norðlingaholti: „Heimilisföng birt og talað um að hrækja á þá sem koma að málinu“

Auður Ösp
Föstudaginn 7. desember 2018 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi skrif og birtingar eru með öllu óviðeigandi og ekki minnst lítilsækkandi fyrir þá sem þar eiga í hlut.“ Þetta ritar Sigurður Rúnarsson fyrrum formaður íbúasamtaka Norðlingaholts í yfirlýsingu vegna lögbannskröfu samtakanna, og nágranna hússins að Þingvaði 35,  á starfsemi vistheimilis í hverfinu.

Vistheimilið hóf starfsemi um miðjan október síðastliðinn og var ætlunin að vista þar tvö til þrjú ungmenni í senn. Heimilið var hugsað fyrir ungmenni sem hafa verið í vímuefnaneyslu og þurfa aðlögun og stuðning eftir meðferð. En enn sem komið er hefur þó ekkert ungmenni verið vistað á heimilinu. Íbúðasamtök Norðlingaholts semog íbúar í nágrenni hússinss lögðu fram lögbannskröfu á starfsemina sem sýslumaður hefur nú samþykkt. Þetta kom fram í frétt DV í morgun.

Særandi ummæli

Vistheimilið opnaði í október síðastliðnum, við Þingvað 35 í Norðlingaholti

Þrátt fyrir að hafa hætt setu í stjórn árið 2012 er Sigurður ennþá skráður sem formaður íbúasamtakanna á vef ríkisskattstjóra. Hann hefur þurft að sæta aðkasti og svívirðingum vegna lögbannsins undanfarna daga, þrátt fyrir að hafa ekkert með það að gera, og þá hafa aðstandendur hans einnig dregist inn í málið.

Í samtali við DV segist Sigurður hafa fengið skilaboð og hringirnar vegna málsins og grófar athugasemdir birtar á samfélagsmiðlum þar sem hann er titlaður sem ábyrgðarmaður að lögbanninu. „Þarna er semsagt heimilisfang barna minna og fyrrverandi eiginkonu birt, og talað um að hrækja á þá sem koma að málinu.“

Meðfylgjandi yfirlýsingu birti Sigurður á facebook í morgun.

Undirritaður sat í stjórn íbúasamtaka Norðlingaholts frá 2009 sem varamaður, varaformaður og síðast formaður stjórnar til ársins 2012. 

Nýr formaður og stjórn hefur látið undir höfuð leggjast að uppfæra skráningu félagsins allt frá því ári og til dagsins í dag.

Hvort aðalfundur hefur verið haldin eða ekki síðan þá er ókunnugt um en ljóst er að þegar ég umdirritaður hætti setu í stjórninni að þá tók þáverandi varaformaður, Carl Jóhann Gränz við stöðu formanns.

Það að undirritaður dragist nú, í desember 2018, inn í umræðu um lögbannskröfu íbúa í Norðlingaholti vegna „heim­ili fyr­ir ung­menni í vanda“ er því með öllu ómálefnaleg. 

Umræðan á samfélagsmiðlum er bæði orðljót og særandi auk þess sem persónulegar upplýsingar sem heimilisföng ótengds fólks eru birt. Þessi skrif og birtingar eru með öllu óviðeigandi og ekki minnst lítilsækkandi fyrir þá sem þar eiga í hlut. Ég hvet viðeigandi til að fjarlægja ummæli sín og þær persónuupplýsingar sem þar koma fram

Um leið vill ég minna á að ég á börn og barnsmóður í Norðlingaholti sem hafa ekkert til saka unnið og eiga nú á hættu að verða fyrir umtali og gagnrýni sem þau eiga ekki skilið.

Ég hef ég verið búsettur og starfandi í Noregi frá janúar 2014 og engin tengsl haft við íbúasamtök Norðlingaholts annarsvegar og lögbannskröfuna hinsvegar. 

Þeir, sem óska nánari útlistingu kröfunnar, ættu því að beina spurningum og gagnrýni sinni að þeim sem setja nöfn sín við lögbannskröfuna sem send var til sýslumanns.

Þar að auki skora ég á núverandi stjórn íbúasamtaka Norðlingaholts að uppfæra skráningu félagsins hjá fyrirtækjaskrá skattstjóra, eins og ég hef ítrekað farið fram á síðustu ár en án árangurs.

Virðingafyllst,
Sigurður Rúnarsson.

Íbúar hræddir

 Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu lýsir yfir miklum vonbrigðum með þessa niðurstöðu og segir lögbannið byggja á miklum misskilningi á eðli starfseminnar. Þá segir hún hryggilegt að andstaða íbúa í nágrenni við vistheimilið hafi komið í veg fyrir að börn í vanda fengju eðlilegt heimili.

Í samtali við Morgunblaðið segir Arna Hrönn Ara­dótt­ir, stjórn­ar­maður í Íbúa­sam­tök­um Norðlinga­holts að íbúar séu ekki á á móti meðferðarúr­ræðinu sem slíku held­ur því sem fylg­i í kjöl­farið.

„Það er ým­is­legt búið að ganga á hér í hverf­inu og þess vegna eru íbú­ar hrædd­ir.“

Arna segir íbú­a í göt­unni og hverf­inu hafa ótt­ast ónæði sem kynni að hljót­ast af starfseminni á vistheimilinu og gagnrýnir skort á upplýsingum frá yfirmönnum Barnaverndarstofu. Yf­ir­menn þar hefðu átt að vinna meira með íbú­um í göt­unni. Þegar fólk fær mis­mun­andi svör hjá þrem­ur yf­ir­mönn­um um það hvernig starf­semi þetta á að vera þá verður það hrætt um hvernig úrræði þetta verði.“

„Ömurlega sorglegt mál“

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata er einn af þeim sem hafa lýst yfir óánægju sinni. Í pistli á facebook segir hann að með þessu sé verið að útskúfa börnum og skrímslavæða þau.Þetta lýsi miklum fordómum í garð barna í vanda:

 „Ömurlega sorglegt mál. Ég nenni ekki einhverri meðvirkni með því að áhyggjur þessa fólks hafi mögulega einhvern rétt á sér. Þær eiga fjandakornið ekki rétt á sér.

Við sem samfélag þykjumst hafa svaka samúð með ungmennum sem lenda í fíkn en þegar allt kemur til alls þá eiga þau bara að vera einhvers staðar þar sem þau angra engan og eru ekki fyrir. Þessi fordómafullu viðhorf eru bara á nákvæmlega sama stað og viðhorfin til fatlaðs fólks voru fyrir ekkert það löngu, þegar barist var gegn því að það fengi að vera nálægt öðru fólki af því það hafði jú áhyggjur af því hvað gæti gerst.

Ef samfélaginu væri raunverulega umhugað um bata ungmenna sem eru að reyna að ná sér upp úr fíkn væru þau umföðmuð hvert sem þau kæmu. Svo er ekki og því er samfélaginu einfaldlega í raun ekkert umhugað um þau. Þau eru skrímslavædd og þeim er útskúfað.“

„Ótrúlega sorgleg og fordómafull afstaða“

Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga tjáir sig einnig um málið í pistli á facebook þar sem hann segir það vera „ótrúlega sorglega og fordómafulla afstöðu að mótmæla þessu og fara fram á lögbann.“

Þeir sem hafa mótmælt þessu eru ekki slæmir einstaklingar. Alla ekki. Ekki heldur sá sem sendi mér þennan póst. Ég er bara ekki sammála þeirra sýn.

Ég vona að þetta lögbann verði dregið til baka svo þessi ungmenni sem áttu að fara inn á næstu dögum geti gert það. Ég vona svo að fordómar í þessum málaflokki fari minnkandi í samfélaginu. Það er nauðsynlegt ef við ætlum að ná árangri. Ég velti því svo fyrir mér hvernig muni ganga að setja á fót neyslurými ef þetta er viðhorfið? Er góðmennska samfélagsins hugsanlega bara í kjaftinum á okkur? Við erum til í að hjálpa öðrum á meðan einhver annar gerir það og við viljum allskonar úrræði en bara alls ekki nálægt okkur. Við tökum svo bara að okkur að berja okkur á brjóst. Það getum við gert saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Viltu horfa á Eurovision í 4K?

Viltu horfa á Eurovision í 4K?
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir minnast Atla Heimis: „Fyrsti besti vinur minn í þessu lífi“

Margir minnast Atla Heimis: „Fyrsti besti vinur minn í þessu lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tveir einstaklingar í haldi lögreglu

Tveir einstaklingar í haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill um þriðja orkupakkann: „Sumt einfaldlega gerir maður ekki til að græða pening“

Simmi Vill um þriðja orkupakkann: „Sumt einfaldlega gerir maður ekki til að græða pening“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Yfirgefnir brjóstahaldarar á Suðurlandi: „Hugsað fyrir skemmtilegheitin“

Yfirgefnir brjóstahaldarar á Suðurlandi: „Hugsað fyrir skemmtilegheitin“
Fyrir 4 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð