fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Guðmundur Ingi segist fá of háan jólabónus frá ríkinu: Leggur til að dæminu verði snúið alveg við

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. desember 2018 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, leggur til að þeir sem lifa á lífeyrislaunum fái þann jólabónus sem þingmenn fá og þingmenn fái þann jólabónus sem lífeyrisþegar fá. Guðmundur segir ótækt að ríkið skattleggi fátæk og „stjórnvöldum til háborinnar skammar.“

Þessa skoðun viðrar Guðmundur í pistli í Morgunblaðinu í dag.

„Full desemberuppbót örorkulífeyrisþega nemur um 43 þúsund krónum, eða um 27 þúsundum eftir skatt. En þetta er síðan skert hjá stórum hópi lífeyrisþega. Það er stórfurðulegt að ríkið mismuni fólki með skerðingum fyrir jólin og skerði desemberuppbótina vegna lífeyrissjóðlauna þannig í núll og það á sama tíma og þingmenn fá miklu hærri jólabónus og það óskertan,“ segir Guðmundur í grein sinni.

Hann bendir á að þingmenn og embættismenn fái 181 þúsund króna desemberuppbót. Munurinn er því 138 þúsund krónur, rúmlega 100 þúsund krónur eftir skatt sem er fjórfalt meira.

„Jólabónus atvinnulausra er 81 þúsund krónur og síðan fá þeir smá auka með hverju barni. Það er ekki í lagi að við þingmenn fáum svona háa desemberuppbót á sama tíma og þeir sem lifa í fátækt, hvað þá í sárafátækt eru að fá skerta desemberuppbót,“ segir Guðmundur Ingi og bætir við að þessu verði að snúa við. Þeir sem lifi á lífeyrislaunum fái 181 þúsund krónur í desemberuppbót en þingmenn verði skertir fjárhagslega eins og lífeyrisþegar þannig að þeir fái ekki krónu í uppbót.

„239 þúsund krónur á mánuði, fyrir skatt eru um 70% öryrkja að fá á mánuði og um 205 þúsund eftir skatt, og eru því að borga 34 þúsund í fátæktarskatt. Að ríkið sé að skatta fátækt er fáránlegt og stjórnvöldum til háborinnar skammar. Skerðingar byrja strax við lægsta lífeyri, bætur og laun, og lægstu lífeyrisbætur og lágmarkslaun eru undir fátæktarmörkum samkvæmt núverandi mælingum. Miðgildi tekna er um 720 þús. þannig að 360 þús. kr. er 50% og allt þar undir er fátækt.“

Guðmundur bendir á að frá árinu 1988, þegar staðgreiðslan var tekin upp, hafi lífeyrisþegar ekki borgað skatt og átt upp í lífeyrissjóðstekjur. Lægstu laun hafi verið skattlaus.

„En tökum áfram einstakling á lífeyrislaunum sem er með 204.352 kr. útborgaðar og borgar 34 þús. kr. í skatt. Hann er svo heppinn að hann fær 50 þús. kr. frá lífeyrissjóði nei, hann fær 0 kr. Það eru skerðingar. Er þetta ekki skattur líka? Ef við tökum hin dæmin, um þá sem eru komnir upp í 300 þús. kr. útborgaðar, hvað fá þeir? Jú, þeir fá 243.075 kr. útborgaðar og af því eru 56.925 þús. kr. skattur, sem hefði verið skattlaust fyrir 30 árum síðan. Það er annað í því dæmi sem er eitt af því ljóta sem hefur gengið yfir kerfið og viðgengst enn þá og það er króna á móti krónu skerðing gagnvart öryrkjum. Hún hefur verið síðan 1. janúar 2017. Það hefur viðgengist í að verða tvö ár. Það sem er merkilegast við það er að ríkissjóður sparar sér nálægt 20-25 milljarða á því, vegna aukinnar skattbyrðar á þá sem ekkert hafa og eiga varla fyrir mat.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis