fbpx
Mánudagur 26.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Ingvar var þingmaður í 26 ár: Varpar ljósi á hvernig var að sitja á þingi áður fyrr – „Aldrei þekkt annað en að þingmenn kynnu mannasiði“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að undanförnu hefur fátt vakið meiri athygli og umtal en fréttir af svallveislu nokkurra alþingismanna. Viðbrögðin hafa verið á einn veg. Fólk er hneykslað og undrandi í senn, og blöskrar ekki síst orðfæri þeirra sem sátu þetta samkvæmi, og slær út allt það sem eitt sinn var kallað sjóbúðartal,“ segir Ingvar Gíslason í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Ingvar fjallar þar um Klausturmálið svokallaða en hann sat sjálfur á þingi í fjöldamörg ár auk þess að gegna embætti menntamálaráðherra. Ingvar var kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokk árið 1961 og sat þar allt til ársins 1987. Árin 1980 til 1983 gegndi hann embætti menntamálaráðherra. Hann hefur því yfirgripsmikla reynslu og varpar í grein sinni ljósi á það orðfæri sem þingmenn í þá daga tömdu sér.

Látið hefur verið að því liggja að munnsöfnuðurinn á barnum Klaustur fyrir skemmstu þar sem sex þingmenn sátu að sumbli sé engin nýlunda. Þingmenn áður fyrr hafi látið ýmislegt flakka. Þessu kveðst Ingvar vera ósammála.

Hann segir í grein sinni:

„Hins vegar brá mér verulega þegar einn og annar gaf í skyn að þessi óheflaði munnsöfnuður kynni að vera einhvers konar spegilmynd af grófum talsmáta alþingismanna fyrr og síðar, þegar þannig stæði á. Þeirri tilhæfulausu ásökun á alþingismenn og Alþingi mótmæli ég harðlega,“ segir Ingvar.

Hann segir að þingmenn fyrr og síðar hafi verið frábitnir því að sitja svallveislur og hella sér yfir samþingsmenn sína, konur og karla, með klámi og svívirðingum eins og hann orðar það. „Að ekki sé minnst á það að nokkur maður hæddist að fötluðu fólki og gerði það að skotspæni.“

Ingvar sat sem fyrr segir á Alþingi í 26, var ráðherra, formaður þingflokks og forseti neðri deildar þingsins.

„Á þeim 30 þingum sem ég sat sem alþingismaður, ráðherra, og deildarforseti í mörg ár, þekkti ég engan karlmann, hvað þá konu, að það fólk gerði sér það til dægrastyttingar að svívirða samþingsmenn sína, og ausa úr sér klámi um konur og hæðast að fötlun fólks. Úr því að þessi ósköp hafa nú dunið yfir upp á síðkastið þá er það nýlunda þar sem nútíma mórallinn horfir framan í sjálfan sig. Eða hvað?“

Ingvar segir að þingmenn séu vitaskuld engir englar, ekki frekar en aðrir dauðlegir menn og þeir blaki ekki beinlínis vængjum eins og hvítir mávar.

„En ég hef aldrei þekkt neitt annað á langri ævi en að alþingismenn kynnu mannasiði. Hitt er annað mál að það er ekki almennings eins að láta sér þetta blöskra, þetta mál snertir Alþingi og alþingismenn umfram allt. Eysteinn Jónsson, sem lengst allra manna var forystumaður í Framsóknarflokknum meðan sá flokkur mátti sín nokkurs, sagði í mín eyru og fleiri að það væri „pólitísk nauðsyn“ að alþingismenn kynnu þá list að láta sér blöskra. Hann sagði líka við sama tækifæri: „Allir alþingismenn eru samverkamenn. Við skulum varast það að gera pólitíska andstæðinga að persónulegum fjandmönnum okkar.“

Ingvar lýkur grein sinni svo á þessum orðum:

„Á aldarafmæli fullveldisins þurfa forystumenn stjórnmálaflokkanna að taka sér tak um að siðvæða flokka sína svo vel að siðblindir streberar hópist ekki inn á þing í því upplausnarástandi sem setur mark sitt á stjórnmálaumhverfi líðandi stundar. Siðvæðing dugir best ef hún verður til sem innanhússverk hvers stjórnmálaflokks um sig, með fullri virðingu fyrir utanþingsráðgjöfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

49 íbúar samþykkja en einn rekur mál sitt fyrir dómstólum

49 íbúar samþykkja en einn rekur mál sitt fyrir dómstólum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekjublað DV: Jensína með rúmar sex milljónir á mánuði

Tekjublað DV: Jensína með rúmar sex milljónir á mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekjublað DV: Laun Björns hækkuðu um 43 prósent

Tekjublað DV: Laun Björns hækkuðu um 43 prósent
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einhverfur piltur á meðal fórnarlamba gagnalekans í FB: „Strax farið að valda barninu okkar gífurlegri vanlíðan“

Einhverfur piltur á meðal fórnarlamba gagnalekans í FB: „Strax farið að valda barninu okkar gífurlegri vanlíðan“