fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Draga þarf úr kjötneyslu næstu áratugi vegna fólksfjölgunar og loftlagsbreytinga

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 6. desember 2018 17:15

Kýr þurfa súrefni eins og við.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna var kynnt niðurstaða skýrslu sem segir að heimurinn þurfi að endurhugsa framleiðslu og neyslumatar. Einkum þurfi að draga verulega úr kjötneyslu, ef ætlunin sé að ná að fæða allan heiminn árið 2050. 

Íbúar vel efnaðra ríkja verða að draga verulega úr kjötneyslu ef takast á að fæða tíu milljarða jarðabúa. Talið er að matarþörf heimsins hafi aukist um 50 prósent árið 2050 í nýrri skýrslu Alþjóðlegu auðlindastofnunarinnar WRI.

Sérfræðingar telja það mikilvgæt skref fyrir heiminn að taka að auka hversu mikið magn fæðu er framleitt fyrir hvern hektara lands. Jafnframt þar að draga úr kjötáti og hætta allri matarsóun. Talið er að um þriðjungur allrar framleiddrar fæðu endi í ruslinu.

„Við þurfum að breyta framleiðslu og neyslu fæðu, ekki bara fyrir umhverfið heldur til að tryggja áframhaldandi tilvist mannskepnunnar.“ — Janet Ranganathan, varaformaður vísinda og rannsókna hjá WRI.

„Ef við reyndum að framleiða fullnægjandi magn fæðu árið 2050 með þeim kerfum sem notuð eru í dag, þá þyrfti að ryðja burt öllum skógunum sem eftir eru og mengun frá matvælaframleiðslu myndi stóraukast.“ , segir Tim Searchinger hjá WRI og háskólanum.

Skýrslan var kynnt á  loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna sem nú stendur yfir í Póllandi. Fylgir hún öðrum stórum vísindalegum ályktunum sem kveða það bráðnauðsynlegt fyrir heiminn að minnka kjötneyslu. Mengun frá kjötframleiðslu sé gífurleg og í baráttunni gegn loftlagsbreytingum sé nausynlegt fyrir heiminn að endurskoða neysluvenjur sínar. Með því að forðast kjöt- og mjólkurvörur er tekið mikilvægt skref í átt að betri heim. Þá væri hægt að hægja á útrýmingu dýrategunda, uppgræsla gætu át sér stað á dauðum svæðum sjávarins og loftmengun frá framleiðslu myndi snarminnka.

Framleiðsla á kjöti veldur aukingu gróðurhúsaáhrifa. Það er þekkt staðreynd en kjötframeiðsla ber ábyrgð á losun um helmnings allra gróðurhúsalofttegundana. Skýrslan mælir með því að 2 milljarðar manna í ríkjum á borð við Bandaríkin, Rússland og Brasilíu dragi um 40 prósent úr kjötneyslu.

Helstu sérfræðingar heimsins virtust sammælast í síðustu viku um það að fyrirkomulag matarframleiðsu og neyslu í heiminum sé  meingallað. Millljarðar jarðarbúa svelta á meðan aðrir glíma við offitu og kerfið stuðlar þess að auki að hlýnun jarðar. Í annarri skýrslu sem fjallað var um á ráðstefnunni er niðurstaðan sú að matarkerfið heimsins þarfnist umfangsmikillar yfirhalningu til að stemma stigu gegn loftlagsbreytingum og til þess að þróunarmarkmið heimsins náist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus