fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Er í tveimur störfum og fær rúmlega 200 þúsund útborgaðar

Auður Ösp
Miðvikudaginn 5. desember 2018 22:00

Madelyn Santos Pena. Ljósmynd/Facebooksíða Fólkið í Eflingu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Madelyn Santos Pena er einstæð móðir lítillar stúlku og starfar sem kokkur og einnig sem leiðbeinandi á frístundaheimili. Hún fær rúmlega 200 þúsund krónur útborgaðar á mánuði og þar af fer rúmlega helmingurinn í leigu.

Madelyn er ein þeirra sem segja sögu sína í tengslum við átakið Fólkið í Eflingu en fleiri sögur má finna á heimasíðu átaksins. Hún kemur frá Dóminíska Lýðveldinu, starfar sem  kokkur á Cocina Rodrígues í Gerðubergi og kann vel við sig í vinnunni.

„Ég kom fyrst til Íslands 10 ára gömul og fór í Háteigsskóla þegar mamma flutti hingað. En Ísland átti ekki vel við hana, ég veit ekki hvað það var, hún átti góðann mann á Íslandi, en ætli það hafi ekki verið kuldinn. Við fluttum aftur heim þegar ég var fjórtán ára en síðan hef ég hef flakkað á milli en kom endanlega til að setjast hér að fyrir þrem árum.“

Madelyn líður að eigin sögn vel á Íslandi þrátt fyrir langa vetur og tungumálaöruðgleika.

„Í eldhúsinu hérna fer mér auðvitað lítið fram í tungumálinu af því við erum öll spænskumælandi, aftur á móti æfi ég mig í íslensku í hinni vinnunni minni, á frístundaheimilinu þar sem ég vinn eftir hádegi. Ég er dáldið feimin að tala íslensku afþví mér finnst ég segja allt vitlaust sem er kannski ástæða fyrir því að ég hef eignast fáa íslenska vini. En svona var þetta líka þegar ég var barn í Háteigsskóla og Ölduselsskóla þá var ég oftast ein, ég eignaðist engar vinkonur, og sat alltaf ein. En Íslendingar eru kannski frekar lokaðir, þeir eru gott fólk en þeir tala ekki mikið.

Stelpan mín á hinsvegar fullt af vinum, hún er svo opin og talar við alla. Hún er sjö ára og elskar snjó og vini sína og þvertekur fyrir það að flytja til Dóminíska Lýðveldisins. Hún er frjálsari ferða sinna hérna en þar. Ég hef það líka gott hérna, sakna bara sólarinnar og fjölskyldunnar en vinkonur mínar og vinnufélagar eru fjölskyldan mín hérna.“

Madelyn fylgir dóttur sinni í skólann á morgnana. Þaðan tekur hún síðan strætó í vinnuna í Gerðubergi þar sem vaktin hefst klukkan átta. Hún vinnur til hádegis og stundum um helgar.

„Eftir vinnuna í eldhúsinu tekur við hin vinnan mín á frístundaheimilinu þar sem ég er með krökkunum til klukkan fimm.

Fyrir báðar vinnur fæ ég borgað samtals 210 þúsund krónur eftir skatt, afþví fara 102 þúsund í leigu þegar ég dreg frá 53 þúsund í húsaleigubætur á mánuði, ég leigi kjallara íbúð sem er allt í lagi fyrir okkur tvær, ég leigi hjá góðu fólki.

Mig langar að taka bílpróf og eiga kannski bíl en það kostar mikið og mig langar að leyfa stelpunni minni að stunda fimleika, en ég hef ekki skráð hana enn þá, það kostar um það bil 47 þúsund krónur og svo leggst ofan á búningarnir og allt sem tilheyrir. Það er smá erfitt. Ég er að bíða og sjá,“

segir Madelyn en hún á sér þann draum að fara í nám og fá launaða vinnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kona má ekki heita kona – Má þó heita Náttúra og Kráka : „Bara kvenfyrirlitning, hrein og klár“

Kona má ekki heita kona – Má þó heita Náttúra og Kráka : „Bara kvenfyrirlitning, hrein og klár“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Merkel komi til Íslands í ágúst

Fullyrt að Merkel komi til Íslands í ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

41 mál bókað hjá lögreglu frá miðnætti – Grunur um miðnæturgrill

41 mál bókað hjá lögreglu frá miðnætti – Grunur um miðnæturgrill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ógnaði börnum með exi – Fékk vægan dóm

Ógnaði börnum með exi – Fékk vægan dóm
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ómar fékk sjokk þegar hann kom frá Spáni: Fær móral yfir því að vera þátttakandi í þessari menningu

Ómar fékk sjokk þegar hann kom frá Spáni: Fær móral yfir því að vera þátttakandi í þessari menningu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn stærsti lottópottur sögunnar á laugardag

Einn stærsti lottópottur sögunnar á laugardag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir Bjarna hafa lítillækkað Katrínu: „Nú opinberaði hann yfirburði sína yfir Katrínu “

Segir Bjarna hafa lítillækkað Katrínu: „Nú opinberaði hann yfirburði sína yfir Katrínu “