fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Telur að Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 06:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 0,25 prósentustig. Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir ekki ólíklegt að fleiri vaxtahækkanir muni fylgja í kjölfarið hjá Seðlabankanum en ef verðbólguvæntingar falli á næstu tveimur til þremur mánuðum geti það hægt á hækkunarferlinu.

„En mér finnst ansi líklegt að við séum komin í hækkunarfasann.“

Sagði hún í samtali við Fréttablaðið.

Fréttablaðið hefur eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, að hafi hafi komið verulega á óvart að Seðlabankinn hafi ekki birt greiningu á hvaða áhrif komandi kjarasamningar geti haft á verðbólgu og vaxtastig. Hún sagði ljóst að stærsta óvissa næstu missera sé hver lendingin verður í kjarasamningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið