fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Litaleikir Hannesar

Fréttir

„Hann er hættulegur og hann gengur ennþá laus“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 22:15

Alyssa Ruffalo. Ljósmynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hefði átt að fara frá honum fyrr, en málið er að ég vissi að þetta myndi gerast ef ég færi frá honum,“ ritar 19 ára gömul stúlka í átakanlegri færslu á facebooksíðu  eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu fyrrum kærasta síns. Með færslunni fylgir ljósmynd sem sýnir áverka hennar.

Hin 19 ára gamla Alyssa Ruffalokemur frá borginni Yukon í Oklahoma fylki. Tæplega 130 þúsund manns hafa deilt færslu hennar eftir að hún birtist á facebook 30. október síðastliðinn.

Alyssa ræðir einnig við News 4 sjónvarpsstöðina um málið. Hún var í sambandi með fyrrum unnusta sínum í sjö mánuði og segist hafa orðið fyrir miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðan á því stóð.

Hér fyrir neðan má lesa færslu Alyssu í heild sinni.

Fyrir ykkur sem voruð að velta því fyrir ykkur hvað hefði komið fyrir mig:

Fyrrverandi kærastinn minn kom heim til mín og þegar ég sagði honum að ég vildi ekki hafa hann í mínu lífi þá barði hann mig til óbóta. Hann dró mig niður götuna á hárinu, sparkaði margsinnis í höfuðið á mér og henti mér síðan inn í bíl.

Hann sagðist ætla að drepa mig og sagðist vera búinn að horfa á nóg af nóg af sjónvarpsþáttum um morð til að vita hvernig hann gæti komist upp með það.

Ég náði að stökkva út úr bílnum, sem var á 80 kílómetra hraða, og bjarga sjálfri mér. Höfuðið á mér skall á gangstéttarbrún, sem olli heilablæðingu og ég endaði í lífshættulegu ástandi.

Ég fer í aðgerð á morgun út af brotnum kjálka, nefi og öðrum beinum í andlitinu.

Ég hefði átt að fara frá honum fyrr, en málið er að ég vissi að þetta myndi gerast ef ég færi frá honum. Hann er ennþá á flótta. Hann heitir Adrian Vargas.“

Í lokin hvetur Alyssa fólk til að deila færslunni sem víðast þannig að nafn ofbeldismannsins verði á allra vörum.

„Hann er hættulegur og hann gengur ennþá laus.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?