fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Litaleikir Hannesar

Fréttir

Yfirmaður rekinn frá MS á Selfossi: Neitar öllu – „Bölvuð vitleysa í gangi greinilega“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er rétt að það hafa komið upp starfsmannamál á Selfossi á grundvelli ábendinga. Það var unnið úr því með aðstoð utanaðkomandi ráðgjafa. Málinu lauk með þeim hætti að sá yfirmaður sem ábendingarnar beindust að hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu.“

Þannig hljómar yfirlýsing frá MS, Mjólkursamsölunni, sem send var til DV vegna fyrirspurnar. Hjá fyrirtækinu hefur yfirmanni verið sagt upp störfum. Yfirmaðurinn fyrrverandi er sakaður um að hafa áreitt konur kynferðislega. Einn heimildarmanna DV sakar manninn um að nýta sér konur sem hafi verið að stíga upp úr veikindum og tekist á við alkóhólisma. Er hann sagður hafa misnotað vald sitt gagnvart tveimur konum.

DV ræddi við Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, verkefnastjóra í upplýsinga- og fræðslumálum hjá MS. Hún vildi ekki greina frá í hverju brot yfirmannsins hefðu falist en tekið hefði verið á málinu af festu með aðstoð utanaðkomandi ráðgjafa. Blaðamaður spurði í hverju sú aðstoð væri fólgin. Vísaði Sunna þá í yfirlýsinguna.

SP:Þú segir að hann hafi fengið ráðgjöf, þessi yfirmaður. Fengu konurnar einhverja ráðgjöf frá fyrirtækinu?

„Ráðgjafinn kom og sinnti málinu. Málið var tekið föstum tökum og með faglegheitum. Málinu lauk með þeim hætti sem hefur verið lýst. Við tjáum okkur ekki meira um málið en það.“

Þegar DV heyrði í manninum sem vikið var frá störfum tók hann fyrir að hafa verið vikið frá störfum. Nafn hans var þá enn á heimasíðu MS.

„Ég var ekki rekinn þaðan,“ sagði yfirmaðurinn þegar DV náði í hann og kvaðst enn vera við störf. Aðspurður hvort hann kannaðist við að hafa áreitt samstarfskonur innan MS kynferðislega svaraði maðurinn:

„Nei nei nei. Kannast ekki nokkurn skapaðan hlut við það. Ég kannast ekkert við það. Ég kem gjörsamlega af fjöllum. Það er bölvuð vitleysa í gangi greinilega.“

Fljótlega eftir samtal DV við manninn var nafn hans horfið af starfsmannaskrá. DV reyndi að ná aftur í yfirmanninn sem svaraði þá ekki í síma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?