fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Vinnur á Grund og fær 240 þúsund útborgaðar – Getur ekki veitt dóttur sinni föt eða tómstundir

Auður Ösp
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 20:06

Stephanie Rósa. Ljósmynd/Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stephanie Rósa Bosma er einstæð móðir lítillar stúlku á leikskólaaldri. Eftir skatt fær hún 230 til 240 þúsund krónur útborgaðar á mánuði. Hún greiðir 150 þúsund krónur í leigu fyrir litla stúdíóíbúð þar sem dóttir hennar sefur í gluggalausu herbergi.

Stephanie Rósa segir sögu sína í meðfylgjandi myndskeiði sem gefið er út í tengslum við nýja herferð Eflingar sem ber nafnið Líf á Lægstu launum.

Í kynningartexta átaksins segir:

Verkafólk á Íslandi hefur staðið of lengi á jaðri samfélagsins. Það er kominn tími til að rödd verkafólks heyrist og líf þess og kjör verði öllum kunn. Í kjölfar verkefnisins FÓLKIÐ Í EFLINGU þar sem verkafólk segir sína sögu stígum við nýtt skref í sömu átt. Herferðin LÍF Á LÆGSTU LAUNUM dregur fram raunverulegar aðstæður fólks sem býr við þann „ómöguleika“ að lifa af lægstu launum og lykilstaðreyndir um kjör og skattbyrði launafólks.

Skatturinn tekur allt niður

 Stephanie sagði einnig sögu sína í tengslum við átakið Fólkið í Eflingu í október síðastliðnum en hún hefur undanfarin sex ár starfað við umönnun aldraðra á hjúkrunarheimilinu Grund.

„Kaupið mætti vera hærra. Ég er einstæð móðir og get því aðeins unnið 80 prósent  starf og ég þarf að telja hverja einustu krónu. Eftir skatt, er ég með 230 til 240 á mánuði, fer eftir álagi og rauðu dögunum. En ég get ekki alltaf unnið á rauðu dögunum þegar leikskólarnir eru lokaðir. Rauðu dagarnir hífa þetta upp en skatturinn tekur síðan allt niður. Ég fæ húsaleigubætur og húsnæðisstuðning, 80 þúsund krónur samtals.

Í lok mánaðar þegar ekkert er eftir fer ég til fjölskyldunnar og fæ að borða. Ég vildi að ég gæti verið róleg og þyrfti ekki að stressa mig yfir öllu en það má ekkert út af bera. Bíllinn bilaði og viðgerðin kostaði mig 80 þúsund krónur sem ég er enn þá að borga af. Fimm ára gömul dóttir mín vill fara í ballett og dans, en ég hef ekki efni á því að veita henni það þegar gjaldið er á bilinu 30 – 40 þúsund. Á meðan hún er ekki orðin sex ára þá eru tómstundir hennar ekki niðurgreiddar en hins vegar koma önnur útgjöld þegar hún byrjar í skóla.

Að kaupa föt er munaður og ég geri það sjaldan af því ég á ekki efni á því. En við mæðgurnar leyfum okkur að fara í sund þrátt fyrir allt og njótum þess.“

Hefur ekki efni á nýjum fötum

„Ég sef í stofunni. Við erum í 40 fermetra íbúð sem kostar 150 þúsund. Það er eitt herbergi sem er gluggalaust og þar  er þvottavél,“ segir Stephanie í myndskeiðinu sem birtist hér fyrir neðan. Hún segist sleppa því að elda kvöldmat á virkum dögum þar sem að bæði hún og dóttir hennar frá heita máltíð í vinnunni og leikskólanum.

Stephania Rósa kveðst eiga lítið aflögu til tómstundaiðkunar fyrir dóttur sína. „Við förum í vinnuna og leikskólann, förum heim, horfum á sjónvarpið, teiknum, litum, En ekki mikið meira.“

Ferðalög til sólarlanda eru sömuleiðis fjarlægur draumur fyrir þær mæðgur. „Það er eitthvað sem hana langar að gera, fara í Disneyworld. En ég get það ekki, það er alltof dýrt fyrir mig. Hún þarf að fara í Talmeinastöðina af því að hún er sein til tals. Ég þarf að borga það, og ég hef ekki efni á því. Af því að þetta er allt saman svo dýrt. Svo er líka biðlisti og allt, þetta er allt í rugli.

Eins og kaupa föt. Núna um daginn var ég að skoða fötin hennar, þau eru öll orðin allt of lítil. Ég þarf að fara og kaupa föt og ég hef ekki efni á því. Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Þetta er voða erfitt, finnst mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum