fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Litaleikir Hannesar

Fréttir

Teknir í Leifsstöð með kókaín í nærbuxunum: Sagðist hafa fundið efnið inni á klósetti

Auður Ösp
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 20:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir Litháar, Linas Gustas og Osvaldas Trakelis, hafa verið dæmdir í 18 mánaða fangelsi fyrir tilraun til smygls á rúmlega 700 grömmum af kókaíni. Úrskurður féll í Héraðsdómi Reykjanes á dögunum.

Mennirnir komu til landsins með flug­vél Icelanda­ir frá Amster­dam í mars síðastliðnum. Með í för var unnusta Osvaldas. Ekkert saknæmt fannst þegar leitað var í farangri þeirraen þegar gert var líkamsleit á mönnunum reyndust þeir vera báðir vera með kókaín falið í nærbuxunum, tæp 350 grömm hvor.

Osvaldas viðurkenndi í samræðum við lögreglu að kókaín væri í pakkningunni en sagðist ekki vita hversu mikið magn það væri. Sagðist hann efnið vera í sinni eigu. Linas sagðist hins vegar hafa fundið pakkninguna inni á klósetti í Amsterdam og kvaðst ekki vita hvert innihald hennar væri.

Sagði kókaínið ætlað til eigin neyslu

Fyrir dómnum sagði Linas að þríeykið hefði ferðast til Litháen en þaðan hefðu þau farið til Spánar. Frá Barcelona hefðu þau flogið til Amsterdam og þaðan til Íslands. Tilefni ferðarinnar hefði verið fyrirhuguð gifting Osvaldas og unnustu hans. Neitaði Linas að tilgangurinn með ferðalaginu hefði verið sá að smygla fíkniefnum til Íslands. Þá sagðist hann ekkert  hafa um það vitað að samferðamaður hans væri með sambærilegan pakka í fórum sínum.

Á meðan hélt Osvaldas því fram að tilgangur ferðarinnar hefði verið hitta foreldra unnustu sinnar í Litháen. Þá viðurkenndi hann að hafa fengið kókaín afhent á meðan hann stoppaði í Amsterdam á leiðinni til Íslands frá Barcelona og sagðist hafa pantað efnið áður en hann lagði af stað í ferðina frá Íslandi. Sagðist hann hafa hefði mælt sér mót við seljandann á klósetti í borginni í tölvupóstsamskiptum en kókaínið var að hans sögn ætlað til eigin neyslu, en hann hefði á þessum tíma neytt 3-6 gramma af því efni á dag.

Sagði hann Linus ekkert hafa vitað um þessi fíkniefnaviðskipti hans, og unnusta sín ekki heldur. Þá sagðist hann ekkert hafa vitað um að Linus  væri einnig með fíkniefni í fórum sínum við komuna hingað til lands.

Í niðurstöðu dómsins eru skýringar Linas á því hvernig það atvikaðist að hann fékk áðurnefnda pakkningu í hendur sagðar„afar fjarstæðukenndar.“ Mat dómurinn það svo að framburður mann­anna, um að þeir hefðu ekki vitað af fíkni­efnainn­flutn­ingi hvors ann­ars, væri ótrú­verðugur. Því var talið sannað að þeir hefðu staðið að innflutn­ingi fíkniefnanna í sam­ein­ingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?