fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Seðlabankinn keypti heyrnartól fyrir 3,8 milljónir – Nauðsynlegt vegna hávaða í húsinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 07:28

Hús Seðlabankans við Kalkofnsveg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega keypti Seðlabankinn hljóðdempandi heyrnartól fyrir um 100 starfsmenn bankans. Um vinnuverndaraðgerð var að ræða en kostnaðurinn við kaupin er um 3,8 milljónir króna. Málið á sér ákveðna forsögu.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að á undanförnum árum hafi opnum vinnurýmum fjölgað í bankanum og nú vinni um sjötíu prósent starfsmanna í slíkum rýmum. Aukinn hávaði og truflanir vegna vinnu annarra fylgir oft opnum vinnurýmum og það er raunin í Seðlabankanum. Einnig hefur hljóðmengun frá loftræstikerfi hússins aukist við breytingarnar. Ekki eru opnanlegir gluggar á byggingu Seðlabankans við Kalkofnsveg og loftræstikerfi því nauðsynlegt.

Eftir að loftgæði höfðu verið mæld og gripið hafði verið til aðgerða til að bæta hitastýringu, loftræstingu frá eldhúsi og meira var lagt upp úr hreinsun gólfteppa var ákveðið að bjóða þeim starfsmönnum, sem það vildu, að fá hljóðdempandi heyrnartól en þau er meðal annars hægt að tengja við síma. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Um 180 manns starfa hjá Seðlabankanum og hafa rúmlega 100 þeirra nýtt sér þetta og fengið heyrnartól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kona með hjarta úr gulli kom Pétri til bjargar í Kópavogi: „Guð blessi þig yndislega kona“

Kona með hjarta úr gulli kom Pétri til bjargar í Kópavogi: „Guð blessi þig yndislega kona“
Fréttir
Í gær

Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“

Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“