fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Litaleikir Hannesar

Fréttir

Sögulegar sættir Emmsjé Gauta og Ingó Veðurguðs: „Hér með boðið að klippa á borðann og taka fyrsta bitann“

Fókus
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmennirnir Emmsjé Gauti og Ingó Veðurguð hafa eldað grátt silfur saman um nokkra ára skeið. Illdeilur þeirra náðu sennilega hámarki árið 2009 þegar Gauti sagði að það ætti að banna tónlist Ingó.

Sá skaut til baka og sagðist ekki vita hver Gauti væri. „Ég veit ekkert hver Emmsjé Gauti er. Makk-Gauti, þetta hljómar svolítið eins og hamborgarastaður,“ sagði Ingó í viðtali við Fréttablaðið. Í sama viðtali sagði hann svo: „En ég myndi pottþétt mæta ef hann myndi opna hamborgarastað.“

Nú nærri tíu árum síðar er Gauti að opna hamborgarastað í Vesturbænum, Hagavagninn, og notar Gauti tækifærið til að slíðra sverðin. „Ingó í Veðurguðunum er hér með boðið að klippa á borðann og taka fyrsta bitann þegar við opnum Hagavagninn næsta föstudag,“ segir Gauti á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?