fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Kísilverið á Bakka bregst við ofbeldi í vinnubúðunum: „Ástandið er hræðilegt”

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 12:33

Kísilver PCC á Bakka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kísilverið á Bakka, PCC BakkiSilicon, segir í yfirlýsingu að starfsmenn verksmiðjunar dvelji í vinnubúðum vegna mikils skorts á íbúðarhúsnæði á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna ofbeldis á milli tveggja manna í vinnubúðunum.

„PCC BakkiSilicon (eftir nefnt PCC) vill árétta eftirfarandi vegna atburðar sem átti sér stað í vinnubúðum á Bakka þann 03.11 sl. PCC harmar þann atburð sem átti sér stað í vinnubúðum á Bakka þann 03.11 sl. Þar átti sér stað líkamsárás á milli tveggja manna sem starfa sem verktakar fyrir PCC. PCC er með marga starfsmenn sem og verktaka við vinnu hjá fyrirtækinu. Almennt leitast PCC ekki við að hlutast til um einkalíf starfsmanna sinna né annarra verktaka sem vinna fyrir fyrirtækið. PCC lítur á vinnubúðirnar sem heimili þeirra sem þar dvelja. Dvöl þar fylgir skuldbinding við almennar umgengnisreglur og óþarfi er að taka fram að atburðir eins og nú um ræðir fara langt út fyrir þær reglur,“ segir í yfirlýsingu.

PCC segir að ráðstafanir hafi verið gerða vegna atviksins en ekki er útskýrt í hverju þær felast. „Dótturfyrirtæki PCC SE leigir þessar vinnubúðir vegna mikils skorts á íbúðarhúsnæði á svæðinu. Ljóst er að um bráðabirgðaúrræði er að ræða og PCC hefur lagt duglega af mörkum til uppbyggingar húsnæðis á svæðinu. Ekki leikur vafi á að þeir alvarlegu atburðir sem áttu sér stað í vinnubúðunum um helgina feli í sér refsiverða háttsemi sem lögregla hefur brugðist við og komið í eðilegan farveg. Vinnuveitandi þeirra starfsmanna sem eiga hlut að máli hefur nú þegar gert ráðstafanir vegna málsins. PCC mun ekki tjá sig frekar um málið þar sem rannsókn er í höndum lögreglunnar,“ segir í yfirlýsingu.

Sjá einnig: Starfsmenn að gefast upp: „Það eru allir Íslendingar að flýja“ – Ljónheppinn að drepa sig ekki

DV fjallaði um stöðuna í kísilverinu fyrir mánuði en þá sagði starfsmaður fyrirtækisins að flest allir Íslendingar hafi fengið sig fullsadda að vinna fyrir fyrirtækið. „Ástandið er hræðilegt á vinnustaðnum og það dettur ekki nokkrum heimamanni í hug að sækja um vinnu hjá þessu fyrirtæki. Það eru örfáir Íslendingar sem starfa í framleiðslunni og flestir þeirra ætla að þrauka til áramóta til þess að fá þrettánda mánuðinn greiddan. Síðan munu menn segja upp,“ sagði starfsmaður PCC á Bakka í samtali við DV.

Líkt og DV greindi frá um helgina voru starfsmennirnir tveir sem slógust á Bakka svo illa leiknir eftir átökin að þeir voru fluttir með tveimur sjúkrabílum á Sjúkrahús Akureyrar. Báðir voru handteknir eftir aðhlynningu á sjúkrahúsinu og eru þeir grunaðir um hættulega líkamsárás hvor á annan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kona með hjarta úr gulli kom Pétri til bjargar í Kópavogi: „Guð blessi þig yndislega kona“

Kona með hjarta úr gulli kom Pétri til bjargar í Kópavogi: „Guð blessi þig yndislega kona“
Fréttir
Í gær

Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“

Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“