fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Hrottaleg lýsing af nauðgun á B5: „Reif í sundur samfestinginn og fór að reyna að gera hluti við mig“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Instagram síðunni „Fávitar,“ sem Sólborg Guðbrandsdóttir heldur úti á samfélagsmiðlinum Instagram, má finna sögu af hrottalegu kynferðislegu ofbeldi sem sagt er að hafi átt sér stað á skemmtistaðnum B5 í miðbænum. Sagan er nafnlaus en Sólborg segir í samtali við DV að hún vilji ekki tjá sig um þessa tilteknu sögu þar sem það sé henni mikilvægt að tryggja algjöra nafnleynd.

Síðan hefur vakið talsverða athygli undanfarið en þar er reynt að varpa ljósi á óæskilega hegðun karlmanna, þar á meðal hlutgervingu, drusluskömmun og annars konar niðrandi ummæli, í garð kvenna á samfélagsmiðlum. Á dögunum var rætt við Sólborgu í söfnunarþætti Stígamóta „Allir krakkar“.

Sólborg sagði í viðtalinu að markmiðið með síðunni væri að sýna hve ljót samskipti sumra karla gætu verið við konur. „Þetta er svo rótgróið í samfélaginu okkar að fólk er farið að líta á þetta sem norm. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta er vandamál. Þetta eru samskipti sem fólk gæti ekki ímyndað sér að væru að eiga sér stað. Þetta er allt frá óumbeðnum typpamyndum til hótanna um nauðganir, þetta er allur skalinn,“ sagði Sólborg en viðtalið má sjá hér.

Sagan sem var birt á Instagram-síðunni í gær hefur vakið talsverða athygli en ríflega fimmtánhundruð manns hafa lækað hana. Ótal margir hafa svo sérstaklega merkt Instagram-síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þeirri von að vekja athygli lögreglu á málinu.

Sagan hljóðar svo: „Mig langar að deila með þér atviki sem ég lenti í gær þegar ég var úti að skemmta mér með stelpunum. Við förum á B5 og erum að dansa þegar ég fer síðan ein á barinn að kaupa mér drykk, þar ákveður einhver strákur að troða sér ofan í buxurnar mínar, reif í sundur samfestingin og fór að reyna að gera hluti við mig. Þetta var svo sársaukafullt og ég fraus bara. Núna daginn eftir er ég með sprungu á innri barmi og stokkbólgin og aum. Þessi síða hefur hjálpað mér og langaði mig þess vegna að deila.“ en þar er vísað í fyrrnefnda Instagram-síðu Fávitar.

Konan sem lýsir þessu er eindregið hvött til þess að kæra atvikið í athugasemdum og líkt og fyrr segir hafa margir reynt að vekja athygli lögreglu á málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?