fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Alexandra varð fyrir misnotkun af hálfu starfsmanns meðferðarheimilisins Árbótar

Auður Ösp
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 09:31

Alexandra Rós. Ljósmynd/Skjáskot af vef Vísis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Rós Jankovic varð fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu starfsmanns á meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal. Alexandra var þá fimmtán ára en starfsmaðurinn var í kringum fertugt. Hún greindi ekki frá misnotkuninni fyrr en hún komst að því að önnur stúlka sem dvaldi á heimilinu hafði einnig orðið fyrir misnotkun af hálfu sama einstaklings.

Árið 2010 var starfsmaðurinn  dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir brot sín gegn stúlkunum tveimur.

Alexandra Rós sagði sögu sína í lokaþættinum af Fósturbörnum sem sýndur var á Stöð 2 í fyrrakvöld. Alexandra átti erfiða æsku, var tekin af heimili sínu og flakkaði á milli fósturheimila. Hún byrjaði að misnota fíkniefni og endaði að lokum á meðferðarheimilinu Árbót. Þar komst hún í kynni við umræddan starfsmann sem vann sér inn traust hennar áður en hann byrjaði að misnota hana.

Á þessum tíma fannst mér hann ekki vera að misnota mig, mér fannst í rauninni ekkert rangt vera í gangi. En samt var einhver tilfinning innra með mér sem var að gera út af við mig. Þarna byrjuðu hegðunarvandamál mín að margfaldast. Ég var náttúrulega bara fimtmán ára barn þarna, ég var ekki með þroskann til að takast á við þessar aðstæður.

Eftir að hafa verið á Árbót var Alexöndru komið fyrir hjá fósturfjölskyldu og reyndist það henni mikið gæfuspor. Fósturforeldrar hennar voru að hennar sögn „venjuleg fjöskylda“ og hjá þeim upplifði hún virðingu, væntumþykju og hlýju. Hún byrjaði í framhaldsskóla og gekk afar vel námslega og félagslega.

Einn daginn hafði stúlka samband við Alexöndru, en þær höfðu dvalið á Árbót á sama tíma. Tjáði hún Alexöndru að fyrrnefndur starfsmaður hefði brotið á henni, og að hún yrði að komast í burtu.

„Ég held að í fyrsta skipti þarna hafi ég áttað mig á því að þetta væri rangt og að það sem ég lenti í hafi verið rangt.“

Alexandra greindi sálfræðingi sínum hjá Barnahúsi frá misnotkuninni. Eftir að hafa einnig greint frá því við fósturforeldra sína fór á stað hröð atburðarás.

„Það gerðist allt mjög hratt. Ég var komin í skýrslutöku daginn inni í Barnahúsi daginn eftir, Meðferðarheimilinu var strax lokað og krakkarnir teknir. Allt í einu fór að byggjast upp eitthvað málaferli sem ég var kanski ekki undirbúin fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kona með hjarta úr gulli kom Pétri til bjargar í Kópavogi: „Guð blessi þig yndislega kona“

Kona með hjarta úr gulli kom Pétri til bjargar í Kópavogi: „Guð blessi þig yndislega kona“
Fréttir
Í gær

Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“

Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“