fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ólafur segir ekki af sér og hættir ekki í Flokki fólksins: „Nei, nei nei nei. Það er ekkert tilefni til þess af minni hálfu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. nóvember 2018 13:05

Ólafur Ísleifsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að það hljóti nú allir að hugsa ýmislegt við svona aðstæður en ég sé nú engar efnislegar forsendur fyrir slíkri ákvörðun,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, í hádegisfréttum RÚV, aðspurður hvort hann hefði íhuga að segja af sér þingmennsku.

Kallað hefur verið eftir því að þeir þingmenn sem sátu að sumbli og töluðu mjög frjálslega um nafngreinda einstaklinga axli ábyrgð og segi af sér. Sjálfur sér Ólafur ekki forsendur fyrir slíkri ákvörðun.

Þegar hann var spurður hvort hann myndi segja sig úr Flokki fólksins sagði hann: „Nei, nei nei nei. Það er ekkert tilefni til þess af minni hálfu.“

Á stjórnarfundi Flokks fólksins í gærkvöldi var samþykkt tillaga um að Ólafur og Karl Gauti Hjaltason segðu af sér. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi flokksins, sagði við RÚV í gærkvöldi að niðurstaðan hefði verið einróma. „Menn voru ekki á því að hægt væri að snúa þessu til baka,“ sagði Kolbrún að fundi loknum í gærkvöldi.

Stjórnin kemur aftur saman í dag til að fara yfir málið en Ólafur segir að sá fundur geti varla talist ályktunarbær þar sem ekki var boðað til hans með nógu löngum fyrirvara líkt og kveðið er á um í samþykkt flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Í gær

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?
Fréttir
Í gær

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Í gær

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt