fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Simmi Vill og Óli Valur

Fréttir

Mikill munur á orðræðu Gunnars fyrir og eftir birtingu

Kristinn H. Guðnason og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 30. nóvember 2018 16:00

Gunnar Bragi Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú ert komin út á rosalega skrýtna vegferð með þessu,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, þegar DV hringdi í hann á miðvikudag. Það var áður en nokkur frétt um fund sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustri hafði verið birt. Gunnar hló og gerði lítið úr spurningum blaðamanns. Síðan þá hafa DV og Stundin greint ítarlega frá samtölum þingmannanna á Klaustri, óhefluðum talsmáta um konur, samkynhneigða og fatlaða. Einnig að Gunnar hafi grobbað sig af því að hafa „dílað“ með sendiherrastöður til að eiga inni greiða.

 

„Óskaplega skítlegt af þér“

„Heldur þú að ég hefði ekki sagt eitthvað ef það hefði átt að setja mig af sem þingflokksformann?“ sagði Gunnar og var ekki sáttur við spurningar blaðamanns DV. „Þetta er svo vitlaust, að halda að menn séu að gera svona yfir bjór.“

Þegar Gunnari var gert ljóst að samtalið hefði verið tekið upp varð hann hneykslaður. „Hver er að taka það upp þegar menn eru að skemmta sér með vinum sínum? Skítaháttur er þetta. Við vorum að tala um allan fjandann. Vá, hvað þetta er ómerkilegt. Mér finnst ótrúlegt að þið séuð að fjalla um eitthvað sem er tekið á laun.“

Blaðamaður gekk á Gunnar og spurði hvort alvara hefði verið með því að bjóða Ólafi og Karli að ganga í flokkinn.

„Þetta er algjör þvæla og mér þykir leitt að þið ætlið að fara að snúa þessu upp í eitthvað svona rugl. Menn verða að geta sest niður, haft gaman með félögum sínum. Þú ert að hlusta á hljóðupptöku sem var tekin upp án okkar vitundar. Mér finnst það óskaplega skítlegt af þér sem fjölmiðlamanni að ætla að fara að nýta þér það. Auk þess að snúa út úr því,“ sagði Gunnar og byrsti sig.

 

Auðmjúkur eftir fréttaflutning

Eftir að efni upptakanna hefur verið gert opinbert og almenningur fengið að sjá inn í „reykherbergið“ hefur talsmáti Gunnars breyst til muna. Í viðtali á Rás 2 á fimmtudagsmorgun var hann auðmýktin uppmáluð.

„Menn gera alls konar vitleysu þegar þeir eru drukknir, en það réttlætir það samt ekki að setja hlutina svona fram. Ég sagði þarna hluti sem ég – mér bara dauðbrá þegar ég heyrði þetta, en man ekki allt sem fór þarna fram – en til dæmis ummæli mín um Oddnýju Harðardóttur eru bara hræðileg,“ sagði Gunnar.

Þá sagðist hann til dæmis hafa beðið Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvara afsökunar. Á upptökunum heyrist Gunnar tala um „smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari.“

Hann sagði einnig að það væri langur listi af fólki sem hann þyrfti að biðja afsökunar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Segir Dag leyna svartri skýrslu um grunnskóla borgarinnar – Börn glíma við höfuðverk, ógleði, slappleika og grátköst

Segir Dag leyna svartri skýrslu um grunnskóla borgarinnar – Börn glíma við höfuðverk, ógleði, slappleika og grátköst
Fréttir
Í gær

Tölvutek óskar eftir gjaldþrotaskiptum – 40 missa vinnuna: „Mikill missir er að hverjum og einum starfsmanni“

Tölvutek óskar eftir gjaldþrotaskiptum – 40 missa vinnuna: „Mikill missir er að hverjum og einum starfsmanni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hékk á brjóstum konu á sjómannadaginn: „Brjóst eru líkamshlutar sem mjög eru tengd kynlífi“

Hékk á brjóstum konu á sjómannadaginn: „Brjóst eru líkamshlutar sem mjög eru tengd kynlífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamenn upplifðu skelfingu í Reykjavík: Hurðinni sparkað upp og öllu stolið – Bílaleigubíllinn fannst bensínlaus

Ferðamenn upplifðu skelfingu í Reykjavík: Hurðinni sparkað upp og öllu stolið – Bílaleigubíllinn fannst bensínlaus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvutek lokar eftir 12 ár í rekstri

Tölvutek lokar eftir 12 ár í rekstri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún: Skóladagur unglinga ætti að byrja klukkan 10 eða 11 – Verða seinna syfjaðir en fullorðnir

Guðrún: Skóladagur unglinga ætti að byrja klukkan 10 eða 11 – Verða seinna syfjaðir en fullorðnir