fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Bergþór tjáir sig loksins: „Ég sá ekki ástæðu til þess að skemma gott partí“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. nóvember 2018 13:09

Bergþór Ólason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergþór Pálsson, þingmaður Miðflokksins, sem talaði einna mest af sér á alræmda fundinum á barnum Klaustur. Hann hefur hingað til ekki tjáð sig við fjölmiðla. RÚV náði þó viðtali við hann fyrr í dag.

Hann var nokkuð óskýr þegar hann spurður um hvort hann myndi segja af sér. „ Ég fer yfir þetta með hópnum á eftir, ég ítreka það. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það hefur gengið mikið á síðustu dagana,“ sagði Bergþór.

Líkt og DV greindi frá fyrr í dag mætti hvorki hann né Gunnar Bragi Sveinsson í hátíðarveislu á Bessastöðum í gær. Hann var spurður út í þetta í viðtalinu á RÚV. „Það má öllum ljóst vera að það hefur gengið mikið á í kringum okkur tvö og ég sá ekki ástæðu til þess að skemma gott partí með því að skapa mögulegt ósætti þar. Eins og við þekkjum þá hefði slíkt getað komið upp. Þetta var skemmtilegur atburður og virðuleg uppákoma og ég vona að allir hafi bara skemmt sér vel þar í gær,“ sagði Bergþór.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið