fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Æsa öskraði á dónakarlana: „Þeir voru að tala um hvort framsóknarkonan í ráðhúsinu væri nógu sæt“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. nóvember 2018 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Æsa Bjarnadóttir, ritstjóri hjá Forlaginu útgáfu og sundlaugargestur í Kópavogslaug, segist hafa fengið upp í kok af karlahópi í Sundlaug Kópavogs og líkir þeim við þingmennina sem sátu að sumbli á barnum Klaustur þann 20. nóvember síðastliðinn. Ætla má að tilefni skrifanna sé að sumir karlar hagi sér líkt og þingmennirnir gerðu þar sem þeir létu ýmis ósmekkleg ummæli falla, einna helst um konur.

„Þrjá morgna í viku kvelst ég í ræktinni í Sundlaug Kópavogs út af kallahóp sem er þar og er engu skárri en þessir hroðbjóðsþingmenn á barnum. Þeir eru 55+, ca 8 stk og þeir telja sig eiga pleisið. Um daginn voru þeir að tala um hvort framsóknarkona í ráðhúsinu væri nógu sæt,“ segir Æsa en Eiríkur Jónsson greinir frá þessu.

Æsa segir að þessir karlar séu sífellt að kvarta undan því að þeir megi ekkert segja.

„Í síðustu viku voru sprellararnir útglenntir á teygjusvæðinu að velta fyrir sér af hverju einn þeirra væri enn giftur því hann væri svo leiðinlegur (ekki alrangt) en hann ýjaði þá að „stærðinni” og allir hlógu þeir sig máttlausa. Í gær töluðu þeir lengi um Moggann sem þeir eru allir nema einn í áskrift að (bæði vinstri og hægri kallar, ég á erfitt með að gera upp hvor hópurinn verri) og svo hversu erfitt það væri í samfélaginu í dag að ekkert mætti segja og glottu til mín. Sérstaklega það sem þá LANGAR að segja, hnegg hnegg,“ segir Æsa.

Hún segist einfaldlega ekki þola þessa menn.

„Ég eiginlega hata þá og tilhugsunin um að hlusta á þá í fyrramálið tala um gaura sem eru ALVEG EINS og þeir er óbærileg. Ég fylltist örlítilli vonarglætu um daginn þegar ein í kvennaklefanum þakkaði mér fyrir að hafa gargað á þá að skammast sín – en yfirgangur þeirra og óbærileg plássfrekja er endalaus og við kvensurnar skjótum okkur milli lóðanna með dead eyes og heyrnartól. Svona kallar eru nefnilega furðu víða – og þurfa ekkert áfengi til að vera ömurlegir,” segir Æsa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“