fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Vilhjálmur: Þetta gæti gerst fyrir 35 milljóna króna húsnæðislánið þitt ef WOW fer í þrot

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er morgunljóst að afar tvísýnt eru um hvort takist að forða WOW air frá gjaldþroti ef marka má fréttir síðustu daga. En hvaða afleiðingar getur það haft á íslensk heimili ef WOW air verður gjaldþrota?“

Þessari spurningu veltir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ, upp á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Tilefnið er fréttir af WOW air en óvissa hefur ríkt um rekstur flugfélagsins að undanförnu. Í morgun bárust svo fréttir af því að Icelandair hefði hætt við kaupin á WOW air. Komust félögin að þessari sameiginlegu niðurstöðu.

Vilhjálmi lýst ekki á stöðuna ef WOW fer í þrot.

„Jú það hefur komið fram í fréttum að ef fyrirtækið fer í gjaldþrot þá geti það orsakað að verðbólga á Íslandi fari á skömmum tíma upp í allt að 7%.“

Vilhjálmur segir að þetta þýði að verðtryggðar skuldir íslenskra heimila muni hækka um 105 milljarða króna. „Og sem dæmi þá mun 35 milljóna verðtryggt húsnæðislán hækka um 2,5 milljónir á ársgrundvelli eða sem nemur 204 þúsundum í hverjum mánuði!“

Vilhjálmur vandar íslenskum stjórnvöldum ekki kveðjurnar og kallar eftir afnámi verðtryggingarinnar.

„Hugsið ykkur ofbeldið sem stjórnvöld og alþingismenn bjóða íslenskum heimilum uppá með því að leyfa verðtryggðl án. Já hugsið ykkur ef „bara“ eitt flugfélag fer í gjaldþrot þá geta verðtryggðarskuldir heimilanna hækkað um 105 milljarða á ársgrundvelli.“

Vilhjálmur segir „það ekki boðlegt að fjármálelítan hafi möguleika á að níðast svona á neytendum með svona glórulausum fjármálagerningum eins og verðtryggðarskuldir heimilanna eru.“

Segir Vilhjálmur það galið að allur þessi kostnaður lendi á íslenskum heimilum.

„Já ef eitt flugfélag fer á hausinn þá getur það kostað íslensk heimili 105 milljarða og stjórnvöld halda áfram miskunnarlausri hagsmunagæslu fyrir fjármálaelítuna og þá ríku í íslensku samfélagi.“

Vilhjálmur segir að hann muni taka það upp á vettvangi Alþýðusambands Íslands að ASÍ krefji stjórnvöld um að þau tryggi það að neysluvísitalan detti út þegar hún hefur náð neðri vikum mörkum Seðlabankans. Þetta myndi verja íslensk heimili fyrir þeirri óðaverðbólgu sem getur orðið ef WOW air fer í þrot.

„Við skulum vera minnug þess þegar verðtryggðarskuldir heimilanna stökkbreyttust á einni nóttu í hruninu um 400 milljarða með skelfilegum afleiðingum fyrir almenning í þessu landi.“

Vilhjálmur kallar að lokum eftir því að fortíðarvandi verðtryggðra húsnæðislána verði ekki gerður að framtíðarvanda. „Tökum því neysluvísitöluna úr sambandi til að hlífa saklausum íslenskum heimilum fyrir því að verða ekki fórnað aftur á blóðugu altari verðtryggingar! Það mun ekki fá að gerast átakalaust á minni vakt sem 1. varaforseti ASÍ, svo mikið er víst!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í ruslatunnum í Heiðmörk: Stórhætta á gróðureldum

Eldur í ruslatunnum í Heiðmörk: Stórhætta á gróðureldum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari Edwald ósáttur: Sakar Isavia um ólöglega mismunun – UPPFÆRT: Isavia svarar

Ari Edwald ósáttur: Sakar Isavia um ólöglega mismunun – UPPFÆRT: Isavia svarar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla fíkniefnaleit á fólki á Secret Solstice – Segja borgaraleg réttindi brotin

Mótmæla fíkniefnaleit á fólki á Secret Solstice – Segja borgaraleg réttindi brotin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögfræðingurinn sofnaði á fundi þegar Borghildur barðist fyrir börnunum: „Hæstiréttur er búinn að staðfesta niðurstöðuna, sorrí“

Lögfræðingurinn sofnaði á fundi þegar Borghildur barðist fyrir börnunum: „Hæstiréttur er búinn að staðfesta niðurstöðuna, sorrí“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

627 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

627 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík