fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Einar rýfur þögnina: Bréfið skrifað í geðshræringu – „Í þessu felst engin hótun“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Bárðarson segir að bréf sitt til Orkuveitu Reykjavíkur hafi ekki verið hugsað sem hótun, það hafi verið óheppilega orðað vegna þess að það hafi verið skrifað í geðshræringu. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitunnar, segist ekki útiloka að Einar Bárðarson verði kærður vegna tölvupósts sem hann sendi á Bjarna Bjarnason, forstjóra OR, og Sólrúnu Kristjánsdóttur, starfsmannastjóra fyrirtækisins, þann 11. september síðastliðinn. Bréfið varðaði brottrekstur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, eiginkonu Einars, frá Orku Náttúrunnar. Fjallað er um málið í skýrslu innri endurskoðunar OR sem kom út í fyrradag.

Sjá einnig: Einar hugsanlega kærður – Þetta er tölvupósturinn sem gæti komið honum í klandur

Í tölvupóstinum, sem má sjá í heild sinni hér að neðan, lagði Einar meðal annars til að Áslaug fengi greidda upphæð sem nemur tveggja ára launum. Sagði Helga að hún upplifði bréfið sem hótun:

Einar segir í samtali við RÚV að orð sín um að leysa málið sín á milli eða blanda öðrum í það hafi einfaldlega þýtt að málið færi fyrir dómstóla ef það leystist ekki með öðrum hætti.

„Ef að Helga ætlar að kæra mig þá verður hún bara að gera það,“ segir Einar. Bréfið hafi aðeins verið skrifað til að vekja athygli forstjóra Orkuveitunnar á málum eiginkonu sinnar. „Í þessu felst engin hótun.“ Með þessu hafi hann viljað segja að ef ekki næðist samkomulag við stjórnendur Orkuveitunnar um starfslok Áslaugar Thelmu færi málið að öllum líkindum fyrir dómstóla.

„Ef þetta bréf er hótun þá þarf að fara með allar innheimtustofur landsins fyrir héraðsdóm og það í hvelli,“ segir Einar. Hann viðurkennir þó að bréfið hafi verið óheppilega orðað. Hann segir að það hafi verið skrifað í mikilli geðshræringu eftir mikið áfall og að taka verði mið af því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Pálmi Gestsson, þú veist hvar ég bý renni þér blóðið til skyldunnar“

„Pálmi Gestsson, þú veist hvar ég bý renni þér blóðið til skyldunnar“
Fréttir
Í gær

Sakfelld fyrir að aðstoða við tölvuglæp – „Framburður þeirra í hæsta máta ótrúverðugur“

Sakfelld fyrir að aðstoða við tölvuglæp – „Framburður þeirra í hæsta máta ótrúverðugur“