fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Ofsafengnar nágrannadeilur Heiðdísar, Eyþórs og Guðna á Dalvík: Birta sönnunargögn á Youtube – „Farðu að kúka og skilaðu tíund af því sem Rebbi refur segir!“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðdís Sesselja Guttormsdóttir og Eyþór Guðmundsson eru par sem búa á bóndabæ rétt fyrir utan Dalvík. Hafa þau staðið í hatrömmum deilum við nágranna sinn, Guðna, og hafa átökin ratað inn á samskiptamiðla og verið þar fyrirferðarmikil. Parið hefur birt tugi myndskeiða af samskiptum sínum við Guðna og saka hann um að herja á þau með ýmsum brögðum og nýti jafnvel fjölmarga hunda sína til að halda fyrir þeim vöku. Á myndskeiðunum má heyra að Guðni lætur ýmis fúkyrði frá sér fara. Sumum finnst munnsöfnuðurinn með ólíkindum, sumum furðulegur og vilja aðrir á samskiptamiðlum meina að Guðni eigi við veikindi að stríða en leigusali hans segir að það sé fjarri lagi og eigi sér eðlilegar skýringar.

Heiðdís segir í samtali við DV að Guðni haldi fyrir þeim vöku og þau séu búin að gefast upp á því að hafa samband við lögreglu. DV náði ekki tali af Guðna en leigusali hans, Kjartan Gústafsson, vill þó meina ekki sé allt sem sýnist. Hann segist standa með Guðna í þessum deilum og fullyrðir að Eyþór og Heiðdís séu að espa hundana upp. Ljóst er þó að myndböndin, sem má sjá hér fyrir neðan, segja ákveðna sögu. Guðni hefur síðan sakað parið um að neyta fíkniefna. Heiðdís og Eyþór hafa bæði komið við sögu hjá fjölmiðlum áður. Árið 2016 fjallaði Kvennablaðið ítarlega um þegar leigusali henti þeim út á Guð og gaddinn. Í kjölfarið skrifaði Heiðdís nokkra pistla í Kvennablaðið um slæma reynslu sína af lögreglu og dómskerfi og hvernig það væri að eiga eiginmann í fangelsi. Eyþór sjálfur hefur hlotið nokkra dóma, meðal annars fyrir hrottalega frelsissviptingu fyrir tæpum tíu árum. Var þolandinn í því máli bundinn, barinn og smitaður af lifrarbólgu C.

„Við vorum að koma á lappir eftir enn eina svefnlausa nóttina, erum fyrir löngu hætt að nenna að hringja í 112, þeir hlusta og finnst þetta hrikalegt. En svo virðist sem lögregla á Akureyri líti á 20 mínútna akstur út fyrir bæinn sem bara „hið villta vestur“. Við erum þó feginn að hafa „komið út úr skápnum“ með þetta loksins en meðvirkni vegna þess að leigusalar okkar sem séu „hlutlausir“ og þar með bestu leigusalar sem við höfum haft, þó hlutleysi þeirra sé auðvitað níð gagnvart bæði okkur og dýrunum í þeirra umsjá,“ segir Heiðdís í tölvupósti til DV

Heiðdís

Youtube-rásin Vegna Guðna

Parið hefur stofna sérstaka Youtube-rás, Vegna Guðna, þar sem sjá má nærri þrjátíu myndbönd. Þau sýna ýmsar hliðar deilnanna svo sem öskur fram og til baka, læti í hundunum og eitt skipti þar sem búið er leggja bíl þannig að bílljósin skína inn um glugga á húsi parsins. Hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd.

Í einu myndbandi má heyra nágranna kalla fram og til baka. Guðni segir þau aumingja sem eiga heima á hæli.

Þetta endurtekur Guðni í myndbandi sem er sagt hafa verið tekið upp klukkan fimm um nótt. Eyþór virðist kominn með nóg þá og svarar til baka „þú ert hommi“. Þá svarar Guðni: „Farðu að kúka og skilaðu tíund af því sem Rebbi refur segir!“

Eitt myndband er sagt sýna atburð sem ku hafa gerst í gær. Þar lítur út fyrir að hundarnir hans Guðna ráðist á kú í eigu leigusala hans. Eyþór kallar út um gluggann og segir hundunum að hætta þessu. Þá heyrist í Guðna öskra til baka. Eyþór svarar að bragði: „Þegi þú, Guðni.“

Annað myndband sýnir hvernig Guðni heyrist öskra meðan hundarnir virðast ráðast á nautgripi, sem ganga lausir um búið. „Ertu búinn að kúka?“ öskrar Guðni meðan nautgripur hleypur undan hundunum.

Eitt myndband sýnir kálf sem fullyrt er að sé haltur vegna hundanna. Af myndbandinu að dæma er þó erfitt að átta sig almennilega á því hvort það sé rétt.

Yfirleitt sést lítið til Guðna í myndböndunum, þó oft heyrist í honum. Eitt myndband er þó undantekning frá því en þar gægist Eyþór út um glugga með símann á lofti. Þar segir Guðni við Heiðdísi að hann sé fatlaður í rassinum, eins og hún. Hún neitar því þó.

Líkt og fyrr segir þá virðist eitt myndband sýna Guðna hrekja leigusala sinn, Kjartan, í burtu með fúkyrðum.

Í einu myndbandi virðist Guðni sitja fyrir parinu um nótt. „Guðni, komdu þér í burtu. Hvað ætlarðu að gera tíkin þín,“ kallar Eyþór meðan Heiðdís gólar: „Hvað viltu?“

Líkt og fyrr segir eru myndböndin talsvert fleiri.

Aumingjar í tölvunni

Kjartan Gústafsson er leigusali Guðna og vill hann meina í samtali við DV að ástandið sé ekkert svo slæmt. Hann er frekar á þeirri skoðun að Eyþór og Heiðdís ættu að koma sér í burtu. „Þetta er mikið orðum aukið. Trúir þú þeim? Þetta snýst um að þeim er illa við hann og vilja koma honum í burtu. Það er ekkert að honum, hann er alveg fyrirmyndarleigjandi,“ segir Kjartan. Kjartan tekur alfarið fyrir það að Guðni sé veikur á geði en segir að Guðni sé með tourette-heilkennið og hafi því ekki stjórn á því hvað hann lætur út úr sér.

En það er eitt myndband sem virðist sýna hann siga hundunum á þig?

„Já, það er nú bara eitt af þessu mörgu rugli sem er í gangi. Ég myndi vilja skoða stöðuna gagnvart þessu fólki þarna.“

Þú vilt frekar þau í burtu?

„Já, já, já. Það er ekki spurning. Það er það, að þegar þau eru að flauta á bílunum, þá hlaupa hundarnir. Þetta er alveg jafnmikið þeim að kenna að hundarnir séu að amast í kúunum, eins og Guðna.“

Heiðdís deildi í gær mynd af Guðna og fyrrnefndum myndböndum innan hóps þar sem meintir dýraníðingar eru nafn- og myndbirtir. Þar er hegðun hans og hundanna fordæmd, fullyrt að verið sé að níðast í kúnum. Kjartan er eigandi nautgripanna og er ekki á sama máli. Hann hefur fengið sig fullsaddan á dýraverndunarsinnum.

„Þetta fólk á Facebook ætti að kynna sér málin áður en það fer að skrifa. Það er bara fullt af fólki sem er finna eitthvað að, finna eitthvað blaðaefni. Það er alveg kominn tími á það, skal ég segja þér, að það verði tekið á svona málum, öllu þessu rugli sem er í gangi. Þetta fólk þrífst bara á þessu og engu öðru. Þetta eru aumingjar sem hafa ekkert að gera nema liggja í tölvunni og gleypa allskonar vitleysu,“ segir Kjartan og vill kveða niður kjaftaganginn á samfélagsmiðlum.

Sumir sem hafa séð myndböndin telja að Guðni gangi ekki heill til skógar. Kjartan vísar því alfarið á bug að hann sé geðveikur. „Er verið að halda því fram? Nei, nei, nei. Hann er með tourette, held ég að það heiti. Það er allskonar sagt um hann sem er alls ekki rétt,“ segir Kjartan.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Miðflokksmenn ræddu þriðja orkupakkann í alla nótt

Miðflokksmenn ræddu þriðja orkupakkann í alla nótt
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hafa enn ekki fengið WOW air ferðina endurgreidda frá Netgíró – „Þeir upplýsa engan um neitt“

Hafa enn ekki fengið WOW air ferðina endurgreidda frá Netgíró – „Þeir upplýsa engan um neitt“
Fréttir
Í gær

Gífurleg umferðarteppa núna: „Ég er búin að vera föst á Suðurlandsbraut í klukkutíma“

Gífurleg umferðarteppa núna: „Ég er búin að vera föst á Suðurlandsbraut í klukkutíma“
Fréttir
Í gær

Bogi lagði svartagaldur á starfsmenn Íslandsbanka – „Skrifaði nöfn allra gerenda á blaðið með blóðblöndunni“

Bogi lagði svartagaldur á starfsmenn Íslandsbanka – „Skrifaði nöfn allra gerenda á blaðið með blóðblöndunni“
Fréttir
Í gær

Halldór segir hótanir Eflingar og ASÍ innistæðulausar: „Svona sjónarspil hjálpar engum“

Halldór segir hótanir Eflingar og ASÍ innistæðulausar: „Svona sjónarspil hjálpar engum“
Fréttir
Í gær

Forstjóri Sýnar botnar ekkert í RÚV: „Kostulegt og kannski efni í áramótaskaup ef út í það er hugsað“

Forstjóri Sýnar botnar ekkert í RÚV: „Kostulegt og kannski efni í áramótaskaup ef út í það er hugsað“
Fréttir
Í gær

Tveir hafa kvartað vegna Sigríðar: Telja hana vanhæfa til að sitja í nefnd um ráðningu nýs seðlabankastjóra

Tveir hafa kvartað vegna Sigríðar: Telja hana vanhæfa til að sitja í nefnd um ráðningu nýs seðlabankastjóra
Fréttir
Í gær

Hótaði að berja starfsfólk verslunarinnar ef hann fengi ekki nammipokann aftur

Hótaði að berja starfsfólk verslunarinnar ef hann fengi ekki nammipokann aftur