fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Kolbrún er barn alkóhólista: „Fersk er í minni skömmin sem því fylgdi að eiga foreldri sem drakk ótæpilega“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 10:56

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi og sálfræðingur. Samsett mynd/DV/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir börn áfeng­is- og vímu­efna­neyt­enda eiga oft um sárt að binda, þetta þekkir hún sjálf sem barn alkóhólista. Hún segir mikilvægt að SÁÁ geti haldið áfram að bjóða börnum í slíkum aðstæðum upp á ráðgjöf og meðferð.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að til þess að SÁÁ geti sinnt vaxandi hlutverki sínu og unnið á sífellt lengri biðlistum þarf 165–200 milljónir króna aukalega. Minnihluti fjárlaganefndar hefur lagt það til að framlög til SÁÁ verði aukin um 150 milljónir. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt til að Reykjavíkurborg auki fjárveitingar til SÁÁ um 140 milljónir króna.

Kolbrún segir í grein í Morgunblaðinu í dag að staða barna alkóhólista hafi verið enn verri þegar hún ólst upp á 7. og 8. áratugnum. „Fersk er í minni skömm­in sem því fylgdi að eiga for­eldri sem drakk ótæpi­lega. Eng­inn í ná­grenn­inu eða í skól­an­um mátti frétta hver staðan var enda var þá vís stríðni, út­skúf­un og einelti. Börn­in sem ólust upp í þögn­inni og skömm­inni í skugga alkó­hól­isma for­eldr­is glíma mörg við van­mátt­ar­kennd, sekt­ar­kennd og kvíða sem fylg­ir jafn­vel ævi­langt.“

Meðvirki er sjúkdómur sem herjar á aðstandendur alkóhólista, Kolbrún, sem er sálfræðingur, segir að það einkenni meðvirki sé þörfin að láta allt líta vel út á yfirborðinu og þegja yfir hinum raunverulega vanda. „Að al­ast upp í aðstæðum sem ein­kenn­ast af meðvirkni hef­ur skaðleg áhrif á mann­eskj­una. Hún miss­ir hæfi­leik­ann til að greina og meta aðstæður og get­ur ekki brugðist við áreiti sam­kvæmt innstu sann­fær­ingu. Fjöl­mörg börn áfeng­is- og vímu­efna­neyt­enda koma út í lífið með erfiðar byrðar meðvirkni, sárra til­finn­inga, brost­inna vona og verst af öllu brotna sjálfs­mynd.“

SÁÁ býður upp á þjónustu fyrir börn áfeng­is- og vímu­efna­neyt­enda án tillits til þess hvort foreldrið hafi sjálft farið í meðferð. Kolbrún segir að slíkar forvarnir geti  gert þeim kleift að lifa án kvíða, meðvirki og bjargað þeim frá hættunni að feta í sömu spor og foreldrið, slíkt geti jafnvel bjargað lífum.  Þegar hún var í þessum aðstæðum hefði hún viljað getað talað við einhvern: „Ég var barn í þess­um spor­um og hef ég oft hugsað um hvað það hefði hjálpað mikið að hafa ein­hvern að tala við um þessi mál. Að tala um veika for­eldrið, fræðast um sjúk­dóm­inn, tala um meðvirkn­ina allt um kring og um eig­in líðan og van­líðan. En í þá daga var eðli máls­ins sam­kvæmt eng­in slík aðstoð fyr­ir börn alkó­hólista.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Í gær

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk