fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Fréttir

Inga Sæland kaupir einbýlishús – Leigir enn öryrkjaíbúð – „Þetta er eitthvað sem gæti heitið ódýrasti vísir að sumarhúsi“

Ari Brynjólfsson, Björn Þorfinnsson, Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 17:32

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og þingmaður, keypti sér einbýlishús á Ólafsfirði í haust. Hún býr í leiguhúsnæði hjá BRYNJU – hússjóði Öryrkjabandalagsins.

Á vef BRYNJU segir að það þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði, þar á meðal má viðkomandi ekki eiga fasteign. Lokað er fyrir nýjar umsóknir hjá Brynju hússjóði þar sem biðlistinn er svo langur að útilokað er að afgreiða nýjar umsóknir á næstu árum.

DV greindi frá því í vor að Inga hefur búið í 148 fermetra íbúð með bílskúr í Maríubaugi frá því í febrúar 2011. Var leigan rúmar 110 þúsund krónur en sem þingmaður og formaður stjórnmálaflokks er Inga með yfir 1.700.000 krónur í mánaðarlaun. Málið vakti mikla athygli þar sem margir gagnrýndu Ingu fyrir að búa í niðurgreiddu húsnæði á sama tíma og hún væri á svo háum launum, sérstaklega í ljósi þess að biðlistinn eftir slíkum íbúðum er svo langur.

Sjá einnig: Inga Sæland leigir 148 fermetra öryrkjaíbúð á 110 þúsund krónur

DV sendi fyrirspurn á Ingu í vor og spurði hvort hún hefði íhugað að rýma til fyrir öðrum sem væru í verri stöðu og fara út á almennan leigumarkað. Til vara var spurt hvort hún hefði íhugað að flytja í minni íbúð hjá Öryrkjabandalaginu enda býr Inga ein í íbúðinni ásamt eiginmanni sínum, Óla Má Guðmundssyni. Inga svaraði ekki fyrirspurnum DV en nokkrum dögum eftir að frétt DV birtist sagði Inga að hún hefði beðið BRYNJU hússjóð að hækka leiguna sína um helming, gerir það um 220 þúsund krónur á mánuði. DV óskaði eftir því að fá afrit af leigusamningnum en því var hafnað og var tjáð að honum yrði ekki þinglýst.

Inga sagði skrif um húsnæðismál sín vera „viðbjóð“, „skít“ og „illgirni“: „Staðreyndin er þó sú að enginn sem ber mig þessum óhróðri og lygum er stuðningsmaður minn og Flokks fólksins heldur þvert á móti pólitískir andstæðingar. Að vísu höfum við í Flokki fólksins aldrei lagst svona lágt og er það einfaldlega stefna okkar að koma fram við aðra af vinsemd og virðingu þótt þeir séu ekki pólitískir skoðanabræður okkar.“

Skilyrði að eiga ekki fasteign

Á vef BRYNJU segir að „vegna gríðarlegrar fjölgunar umsókna hjá BRYNJU Hússjóði ÖBÍ er því miður ekki unnt að taka við nýjum umsóknum. Nú er svo komið að 600 umsækjendur eru á biðlista eftir leiguíbúðum og útilokað að nýjar umsóknir gætu komið til afgreiðslu á næstu árum. Með móttöku nýrra umsókna væri einungis verið að viðhalda óraunhæfum væntingum og beina athygli frá því neyðarástandi sem uppi er í húsnæðismálum öryrkja.“

Þar segir einnig að umsækjandi þurfi að uppfylla fjögur skilyrði: „Að vera 75% öryrki. Að vera á aldrinum 18 til 67 ára. Að vera undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Má ekki eiga fasteign.“ Árstekjur einstaklinga mega vera 5.105.000 kr.  Rétt er þó að taka fram að samkvæmt reglum Brynju er Inga Sæland ekki að brjóta lög félagsins. Ekki er að finna neitt í lögunum um að ekki megi kaupa fasteign eftir að hafa verið úthlutað íbúð. Og þegar Ingu Sæland var úthlutað íbúð voru tekjumörk hennar undir fimm milljónum. Á þessu ári hefur hún hins vegar fengið tæpar fimmtán milljónir í laun fyrir skatt. Tíu milljónir fyrir þingstörf og fimm milljónir fyrir að vera formaður flokksins. Þessi laun fékk Inga eftir að hafa verið úthlutað hinni dýrmætu leiguíbúð.

Ekki náðist í BRYNJU hússjóð við vinnslu fréttarinnar til að fá algjörlega úr því skorið hvort Inga Sæland eigi enn rétt á, þrátt fyrir gjörbreyttar aðstæður, og vera komin í forréttindastöðu í samfélaginu, rétt á að búa í Maríubaugi.

DV náði tali af Ingu Sæland. Aðspurð hvort stæði til að flytja lögheimilið til Ólafsfjarðar svaraði Inga neitandi og sagðist ætla að búa áfram í öryrkjaíbúðinni:

„Ég hef ekki hugsað mér að hreyfa mig alveg strax. Þetta er eitthvað sem er mín framtíð, framtíðarplan sem ég ætla ekki að tjá mig frekar um. Þetta er eitthvað sem gæti heitið ódýrasti vísir að einhverju sem gæti heitið sumarhús.“

Máttu leigja áfram í Maríubaugi?  

„Ég veit ekki betur. Þetta er bara þannig,“ svaraði Inga.

Aðspurð um hvort hún sé búin að fá afhent spurði Inga á móti:

„Hvað eruð þið að pæla? spurði Inga á móti: „Hvað ertu að pæla. Segðu mér það.“

Þegar þú ert búin að kaupa fasteign máttu þá búa áfram í íbúðinni sem þú leigir af Brynju?

„Viltu ekki spyrja þá að því. Ég myndi spyrja þá. Það opnar aftur á morgun. Þá er spennan alveg í hámarki, þeir opna á morgun, bara eldsnemma held ég svei mér þá.“

Fékk undanþágu frá stimpilgjaldi

Inga Sæland keypti húsið á Ólafsfirði þann 27. ágúst síðastliðinn og var afsalið útgefið þann 18. október. Inga er sjálf fædd á Ólafsfirði. Segir í kaupsamningnum að um sé að ræða 181 fermetra einbýlishús. Kaupverðið var 12 milljónir króna en það greiddi Inga með því að yfirtaka lán frá Arion banka sem hvílir á fyrsta veðrétt eignarinnar. Þá greiddi hún allan tilfallandi kostnað vegna kaupanna, meðal annars þóknun fasteignasala. Fasteignamat eignarinnar er 17 milljónir króna en brunabótamat 47,5 milljónir.

Samkvæmt þinglýstum skjölum er þetta í fyrsta sinn sem Inga er þinglýstur eigandi að húsnæði, fékk hún því undanþágu frá því að greiða stimpilgjald í takt við reglur vegna fyrstu kaupa á íbúðarhúsnæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stöð 2 tekur fyrir orðróm um að Reynir Bergmann sé að byrja þar með þætti – „Það er rangt“

Stöð 2 tekur fyrir orðróm um að Reynir Bergmann sé að byrja þar með þætti – „Það er rangt“
Fréttir
Í gær

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rauðagerðismálið: Pissuspása hjá Shpetim þegar Angjelin losaði sig við byssuna

Rauðagerðismálið: Pissuspása hjá Shpetim þegar Angjelin losaði sig við byssuna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur upplifði eitraða klefamenningu og fékk nóg er hann heyrði af ógeðfelldri hefð – „Ég mætti aldrei aftur á æfingu“

Erlingur upplifði eitraða klefamenningu og fékk nóg er hann heyrði af ógeðfelldri hefð – „Ég mætti aldrei aftur á æfingu“