fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Gunnar Smári lætur Einar heyra það: „Virkar á mann sem ógeðfelldur gaur þessi maður“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, lét Einar Bárðarson heyra það hressilega í færslu sem hann skrifaði á Facebook í gærkvöldi. Fréttablaðið fjallaði um færsluna í gærkvöldi en svo virðist vera sem Gunnar Smári hafi séð að sér því færslan er ekki lengur aðgengileg.

Í færslunni sem Fréttablaðið birti segir Gunnar Smári:

„Þessi tölvupóstur Einars Bárðarson er það skrítnasta á Netinu í dag; heldur virkar hann á mann sem ógeðfelldur gaur þessi maður, slá utan um sig tengingum við fínmenni milli þess sem hann hefur í hótunum og reynir að hafa fé af fólki. Ég hef blessunarlega engin samskipti þurft að hafa við þennan mann. Síðast sá ég hann á gangi Útvarpshússins leggja á ráðin við Stefán Einar, fyrrum formann VR, áður en sá kom með mér í Silfur Egils, þar sem Stefán Einar óð uppi með dylgjur og dónaskap. Það er auðsjáanlega sérgrein Einars Bárðarsonar.“

Sem fyrr segir virðist Facebook-færsla Gunnars Smára ekki vera aðgengileg þegar þetta er skrifað.

Tölvupósturinn sem Gunnar Smári vísar til birtist í gær í tengslum við skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenninguna hjá OR. Einars og kunnugt er var eiginkonu Einars, Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, sagt upp hjá Orku náttúrunnar. Taldi hún að uppsögnin tengdist því að hún hefði bent á óviðeigandi framkomu fyrrverandi forstjóra félagsins, Bjarna Más Júlíussonar.

Einar Bárðarson beitti sér í málinu og sendi hann tölvupóst til Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, og Sólrúnar Kristjánsdóttur, starfsmannastjóra fyrirtækisins, þann 11. september síðastliðinn. Þar lagði Einar meðal annars til að Áslaug fengi greidda upphæð sem nemur tveggja ára launum.

Þá sagðist hann einnig eiga fund með Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, þar sem Ragnar hefði beðið hann að halda utan um opna fundi, þar af einn sem bæri yfirskriftina Me Too-byltingin.

„Mér datt þess vegna í hug að fá Áslaugu til að segja frá reynslunni sinni hjá ON sérstaklega í ljósi nýskeðinna atburða. Spurning hvort annað hvort ykkar væri svo til í að koma og ræða hlið OR og þá ON á því af hverju karl stjórnendur sem senda kvenstjórnendum pósta eins og þennan hér að neðan fái að halda starfi ? Það gæti verið áhugaverð umræða ? En svo ætlum við auðvitað að ræða framgöngu ykkar beggja í jafnréttismálum og Me Too málum út á við það sem þið segið öðrum hvað þið standið ykkur vel og hversu aðdáunarverður árangur ykkur í þeim efnum hefur verið. Síðasta umræðuefnið á fundinum væri svo hvernig Áslaug getur best leitað réttar síns eftir þessa fyrirvaralausu og órökstuddu uppsögn sem hún fékk í hausinn í gærmorgun. Bjarni Már gekk um allt fyrirtækið í gær og sagði beinum orðum að hún hefði verið rekinn. Í þessum hugmyndum hans að starfslokum eru henni boðin starfslok sem eru óhugsandi við þessar aðstæður og við munum leynt og ljóst leita réttar hennar til fulls.“

Þá sagðist Einar vera að skrifa Degi B. Eggertssyni borgarstjóra bréf. Tilgangurinn væri að biðja hann um að skoða mál Áslaugar. Einar endaði bréf sitt á þessum orðum:

„Ég mun ekki linna látum fyrr en Áslaug hefur fengið réttlát málalok. Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína. Ég vænti þess að heyra frá ykkur skriflega fyrir klukkan 15:00.“

Eins og greint var frá í gær var það niðurstaða innri endurskoðunar að uppsögn Áslaugar Thelmu og Bjarna Más hafi verið metnar réttmætar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði