fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Þetta þurfa allir að lesa: Sævar segir hrollvekjandi sögu Nocco-dósarinnar í ruslinu í MR

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. nóvember 2018 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins og baráttumaður fyrir aukinni umhverfisvitund, birtir stutta en afar áhugaverða hugleiðingu á Facebook-síðu sinni.

Sævar birtir mynd af ruslatunnu í Menntaskólanum í Reykjavík en í þessari sömu tunnu má sjá minnst sjö tómar dósir af Nocco-drykknum vinsæla. Menntaskólanemendur eru, oftar en ekki að minnsta kosti, ungir að árum og því spurning hvort áhyggjuefni sé að umhverfisvitund þeirra sé ekki meiri en raun ber vitni.

Sævar Helgi segir í samtali við DV að þessi tiltekna mynd hafi verið tekin fyrir helgi, en svona sé þetta engu að síður flesta daga. Gefum Sævari Helga orðið en færslan í morgun hefur vakið mikla athygli:

„Í Ástralíu grófu stórvirkar vinnuvélar upp báxít sem ekið var burt í verksmiðju sem breytti því í súrál. Súrálið var flutt í þungu fraktskipi til Íslands til að vinna úr því ál með rafskautum úr kolefni. Til þess þurfti mikið rafmagn sem framleitt var með því að eyðileggja land. Frá Íslandi var siglt með álið til Hollands þaðan sem því var dreift um Evrópu þar sem álið var pressað og dós búin til í verksmiðju sem knúin var af kolum.

Dósin var flutt til Svíþjóðar og hún síðan send aftur með skipi til Íslands, í þetta sinn barmafull af bragðbættu koffínvatni. Á hafnarbakkanum sótti sendibíll dósina og ók henni í verslun. Áhrifavaldar hvöttu framhaldsskólanema til að drekka orkudrykkinn sem þau svolgruðu í sig á örfáum mínútum. Dósinni var svo hent í ruslið sem síðan var grafið í jörðina. En það gerir ekkert til því dósin er úr umhverfisvænasta málmi í heimi.

Þannig hljóðar sagan af einni Nocco dós í ruslatunnu í Menntaskólanum í Reykjavík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Í gær

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás