fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Martin er Vottur Jehóva: „Sumir vilja ekki tala við okkur og það er í fínu lagi“

Auður Ösp
Mánudaginn 19. nóvember 2018 16:30

Ljósmynd/Facebooksíða Fólkið í Eflingu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Margir útlendingar sem koma hingað eiga erfiða fortíð, peningaleysi og eða koma frá stríðshrjáðum löndum og við getum sýnt þeim fram á fallega framtíð með því að boða kærleikann sem er í heiminum á milli fólks,“ segir Martin Urbanovski en starfar sem strætisvagnabílstjóri á milli þess sem hann gengur á milli húsa á boðar fólki trú Votta Jehóva.

Martin er einn þeirra sem rætt er við í tengslum við átakið Fólkið í Eflingu.

„Ég kem frá borginni Bialystok sem almennt er talin vera lítil borg í Póllandi með 350 þúsund íbúa. Mín nánasta fjölskylda er flutt þaðan og hefur dreift sér um allan heim þannig að það var ekkert sem hélt mér lengur í Póllandi og konan mín var til í að breyta til og við völdum Ísland.

Þegar ég kom hingað fyrst í heimsókn hitti ég vin minn sem er Votta Jehóva eins og ég og keyrir strætó, og hann hjálpaði mér að sækja um hjá Kynnisferðum og ég fékk bílstjórastarfið. Mig hafði alveg frá barnæsku dreymt um að keyra strætó, ég tók meirapróf í Póllandi, við fluttum hingað og konan mín fékk vinnu á kaffihúsi.“

Martin er sem fyrr segir Votti Johóva og segir hann strætóbílstjórastarfið henta sér vel samhliða því.

„Ég er í vaktavinnu og í 70 prósent starfi og hef þess vegna tíma til þess labba á milli húsa og kynna boðskap Vottanna. Á íslandi eru margir útlendingar sem tala hvorki íslensku né ensku eins og Víetnamar og Afríkanar, en ég er að læra víetnömsku og frönsku til þess að ná til þeirra.

Ég og konan mín keyrðum út á land í sumar til Grundarfjarðar og Akureyrar til þess að kynna boðskapinn. Sumir vilja ekki tala við okkur og það er í fínu lagi. Í uppeldi mínu lærði ég að taka hlutunum eins og þeir eru og ekki búast við of miklu og ég lærði líka að dæma ekki fólk ef það er öðruvísi en gengur og gerist.

Okkur langar að fara fleiri ferðir út á land en það verður í fyrsta lagi næsta vor. Margir útlendingar sem koma hingað eiga erfiða fortíð, peningaleysi og eða koma frá stríðshrjáðum löndum og við getum sýnt þeim fram á fallega framtíð með því að boða kærleikann sem er í heiminum á milli fólks.

Pólverjar hafa liðið skort svo lengi fyrst voru það heimsstyrjaldirnar síðan rússar, í stríðinu var allt sprengt og eyðilagt sem að vísu gerði það að verkum að við erum með gott gatnakerfi í dag miðað við Frakkland og Belgíu þar sem ekkert eyðilagðist en þeir eru enn þá með sína gömlu og þröngu vegi. En Pólverjar þekkja skort sem hefur lagst á þjóðarsálina, það vantaði alltaf allt svo lengi.

Mamma lýsir kílómetra löngum biðröðum þar sem fólk beið með matarmiða eftir mat á síðustu öld, og við þessar aðstæður lærir fólk að bjarga sér, finna leiðir og margir fluttu burt. Fjölskyldan mín er dreifð út um allan heim. Foreldrar mínir búa í Belgíu, systir mín í Búlgaríu, frændi í Englandi og frænka í Bandaríkjunum og ég hef búið á Íslandi í fjóra mánuði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum
Fréttir
Í gær

Sveinn Hjörtur fann fágætan grip í Kolaportinu – Fangar spiluðu tregafulla söngva

Sveinn Hjörtur fann fágætan grip í Kolaportinu – Fangar spiluðu tregafulla söngva
Fréttir
Í gær

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu
Fréttir
Í gær

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur
Fréttir
Í gær

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV
Fréttir
Í gær

Lá í götunni á Mosfellsheiði

Lá í götunni á Mosfellsheiði
Fréttir
Í gær

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“
Fyrir 2 dögum

Rof milli Kristjáns og Bjarna

Rof milli Kristjáns og Bjarna