fbpx
Mánudagur 24.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Ekki hægt að taka upp aðra seríu af Föngum fyrr en árið 2020

Auður Ösp
Mánudaginn 19. nóvember 2018 14:00

Aðstandendur Fanga: Ragnar Bragason, Margrét Örnólfsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir. Þættirnir hlutu flest atkvæði í netkosningu almennings í tengslum við Menningarverðlaun DV í ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er bagalegt að geta ekki fylgt hraðar eftir velgengni bæði hérlendis og erlendis,“ segir Ragnar Bragason leikstjóri en útlit er fyrir að ekki verði hægt að ráðast í tökur á annarri þáttaröð af Föngum fyrr en árið 2020. Ástæðan er skortur á fjármagni frá Kvikmyndasjóði. Ragnar, sem hefur leikstýrt nokkrum af vinsælustu íslensku sjónvarpsþáttaröðum síðustu ára skorar á þingmenn að hlúa betur að þessum málaflokki.

Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram sautján breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar nú á dögunum en ein af þeim tillögum snýr að 300 milljón króna fjárveitingu í svokallaðan Sjónvarpssjóð. Sjóðurinn mun ná yfir leikið sjónvarpsefni undir Kvikmyndasjóði.

Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar vekur athygli á þessari breytingatillögu á facebooksíðu sinni og bendir á að talsverð gróska hefur átt sér stað hér á landi þegar kemur að leiknu sjónvarpsefni. Það sé fyrir löngu ljóst að hver króna ríkisins í leikið sjónvarpsefni skilar sér margfalt til baka í ríkiskassann vegna aukinna umsvifa og skatttekna, fyrir utan aukið menningargildi sem efnið skapar.

„Því til viðbótar má nefna að íslenskt sjónvarpsefni á sinn þátt í áhuga ferðamanna á Íslandi.

Það fer ekki mikið fyrir þessari breytingartillögu enda nær hún til 0,03% af ríkisútgjöldunum en þessar 300 mkr. skipta greinina miklu máli. Þingmenn og ráðherrar munu greiða atkvæði um þessa breytingartillögu og aðrar á miðvikudaginn. Því er mikilvægt að þeir sem styðja málið láti í sér heyra.“

Framlag frá Íslandi frumforsenda fyrir erlendum styrkjum

Ragnar Bragason deilir færslu Ágústs Ólafs á facebooksíðu sinni og hvetur um leið Lilju D. Alfreðsdóttur mennta og menningarmálaráðherra, sem og aðra þingmenn til að styðja betur við framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni.

Ragnar Bragason.

„Stuðningur hins opinbera við leikið íslenskt sjónvarpsefni – sem aldrei fyrr hefur verið jafn eftirsóknarvert og í hávegum haft alþjóðlega – er smánarlegur og mikill flöskuháls. Gríðarleg gróska er í bransanum og margar efnilegar þáttaraðir í burðarliðum sem hljóta ekki brautargengi vegna fjárskorts héðan, en eins og fólk veit þá er framlag frá Íslandi frumforsenda þess að hægt sé að sækja styrki úr sjóðum erlendis.“

Ragnar leikstýrði sjónvarpsþáttaröðinni Föngum en þættirnir hafa hlotið mikið lof hér heima og erlendis. Önnur þáttaröð af Föngum er nú í biðstöðu.

„Eins og staðan er þá úthlutar Kvikmyndasjóður grátlega litlu til leikins sjónvarpsefnis, eða um 150 milljónum árlega, sem er aðeins örlítið brot af kostnaði. Sem dæmi þá munum við aðstandendur Fanga ekki geta farið í tökur á næstu þáttaröð – þó svo að handrit sé löngu klárt og ekkert annað til fyrirstöðu – fyrr en 2020. Það er bagalegt að geta ekki fylgt hraðar eftir velgengni bæði hérlendis og erlendis. Milljónir manna víða um heim hafa notið Fanga (eins og Ófærðar, Réttar og fleiri íslenskra þáttaraða) í gegnum norrænu ríkisstöðvarnar, Netflix, Sundance Channel, AMC ofl. og hróður lands og listar berst þannig víða.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ari Edwald ósáttur: Sakar Isavia um ólöglega mismunun – UPPFÆRT: Isavia svarar

Ari Edwald ósáttur: Sakar Isavia um ólöglega mismunun – UPPFÆRT: Isavia svarar
Fréttir
Í gær

Mótmæla fíkniefnaleit á fólki á Secret Solstice – Segja borgaraleg réttindi brotin

Mótmæla fíkniefnaleit á fólki á Secret Solstice – Segja borgaraleg réttindi brotin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páskastjarnan Guðný María í stríði við nágranna sína – „Það er verið að hafa af mér eignir mínar“

Páskastjarnan Guðný María í stríði við nágranna sína – „Það er verið að hafa af mér eignir mínar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfurðulegt háttalag ökumanns – Dansaði undir stýri og bíllinn rásaði út um allt

Stórfurðulegt háttalag ökumanns – Dansaði undir stýri og bíllinn rásaði út um allt