fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Atli Fannar og Gísli Marteinn fá á baukinn: „Úff. Leiðinlegt að lesa þetta því mér finnst þið frábærir“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. nóvember 2018 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn stofnenda Sósíalistaflokksins, gagnrýnir Vikuna með Gísla Marteini harðlega á Facebook. Hann segir Gísla Martein hafa verið óundirbúinn og mælir frekar með því að fólk horfi á fimmtíu ára gamlan þátt Dean Martin.

„Ég slysaðist til að horfa á Vikuna með Gísla Marteini og sá að þetta format, kæruleysislegi föstudagsþátturinn, hefur sjúskast mikið síðan nafni Gísla, Dean, mótaði það fyrir fimmtíu árum eða svo. Ég mæli því fremur með að fólk horfi á þennan þátt með Dean Martin og gestum hans; Orson Wells fer með einræðu Shylock úr Kaupmanninum í Feneyjum og fremur töfrabrögð, Joey Hertherton syngur léttklædd, Bob Melvin fer með gamaldags gamanmál, þarna mætir kántríhljómsveit og Dean syngur ljúf lög, segir brandara og gerir temmilegt grín af sjálfum sér. Enginn minnist á fréttir vikunnar. Þarna er meira listfengi, meiri húmor og betri undirbúningur, meiri fagmennska. Ég legg til endurreisnar þessa forms, að Gísli Martein leiti til nafna síns að endurnýjun, það er aðeins fortíðin sem getur frjóvgað voru geldu tíð,“ skrifar Gunnar Smári á föstudaginn og deilir umræddum þætti.

Þetta er rætt nokkuð í athugasemdum og er Einar Steingrímsson stærðfræðingur líklega neikvæðastur. „Ég legg til að Gísli Marteinn fái bara reisupassann frá RÚV. Lélegri sjónvarpsmann (á öllum þeim sviðum sem hann hefur fengið að spreyta sig á) er erfitt að finna. Ég hef amk aldrei séð hann hafa neitt fram að færa umfram þetta aulalega bros sitt yfir eigin óbærilega neyðarlega aulahúmor,“ skrifar Einar.

Þessu svarar Gunnar Smári: „Hann náði eiginlega að toppa undirbúningsleysið í kvöld, hélt á tveimur bókum og ræddi við höfundana en hafði hvoruga lesið, blaðað í annari en aðeins lesið kaflaheitin í hinni.“

Einar hefur þó ekki lokið máli sínu og hjólar í Atla Fannar Bjarkason, fyrrverandi ritstjóra Nútímans. „Hitt er annað mál að þessi Berglind sem tók við af Atla Fannari (vona ég) er ca. hundrað sinnum áhugaverðari og skemmtilegri en Atli, sem virtist einmitt líka vera að reyna, með aulahrollslega lélegum árangri, að apa eftir löngu gengnum gaur, nefnilega Dennis Millers I am outta here,“ segir Einar. Hann heldur svo áfram: „En það er frekar sorglegt að heyra að Atli (sem hefur svo sem alveg gert ágætis hluti í texta á netinu) sé enn í þessum þætti. Þótt sú skel hæfi ágætlega bitlausum kjafti Gísla Marteins.“

Atli Fannar mætir að lokum sjálfur á vettvang og segir: „Úff. Leiðinlegt að lesa þetta því mér finnst þið frábærir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu