fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Nýr varnargarður við Vík í Mýrdal gæti stöðvað Kötluhlaup

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 16:30

Vík í Mýrdal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef næsta Kötluhlaup verður svipað og í gosinu 1918 mun Kötlugarður, sem er gamall varnargarður austan við Vík í Mýrdal, rofna og þá nær hlaupið til Víkur. Nýjar athuganir benda til að ef nýr varnargarður verður reistur í 7 metra hæð yfir sjávarmáli við Víkurklett myndi hann stöðva jökulflóðið og minna flóð sem myndi fylgja í kjölfarið. Með þessu mætti verja þorpið.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að niðurstöður hermilíkans bendi til að hamfaraflóð muni fara yfir Kötlugarð og ná til þorpsins. Kötlugarður var gerður um miðja síðustu öld.

Jökulhlaup vegna eldgosa í Kötlu hafa oftast komið niður Mýrdalssand, vestan Hafurseyjar. Samkvæmt útreikningum jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands myndi Kötlugarður við Höfðabrekkujökul rofna við jökulhlaup. Hann er tæplega 500 metrar að lengd, úr sandi, og er í um 5 metra hæð yfir sjávarmáli. Garðurinn er ekki rofvarinn.

Ólíklegt er talið að hann muni geta staðið af sér hlaup á borð við það sem varð 1918, jafnvel þótt hann verði styrktur.

Reiknilíkan sýnir að varnargarður í 7 metra hæð yfir sjávarmáli við Víkurklett myndi stöðva báðar gerðir flóðanna sem voru prófaðar í líkaninu. Landhæð við Víkurklett er 4-5 metrar yfir sjávarmáli og því þarf að reisa 2-3 metra háan varnargarð, um 540 metra langan. Vegagerðin áætlar að kostnaður við hann verði 40-60 milljónir króna. Við þá upphæð bætast 40-50 milljónir til að aðlaga hringveginn að varnargarðinum. Í heildina yrði kostnaðurinn því um 100 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Í gær

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“