fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fréttir

Ferðamenn heimsækja vettvang Næturvaktarinnar

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir útlendingar koma við í versluninni 10-11 á Laugavegi 180 til að skoða tökustað Næturvaktarinnar. Þetta segir Daníel Aron Sigurgeirsson verslunarstjóri sem hefur tekið það að sér að leiðbeina gestum og segja þeim frá. Í eitt skiptið fékk erlend kona kast þegar hún komst að því hvar hún var stödd.

„Við fáum oft túrista sem spyrja okkur um upptökurnar á þáttunum. Í eitt skipti kom hingað kona frá Asíu sem skríkti og hoppaði um eins og smástelpa þegar ég sagði henni að þetta væri upptökustaðurinn,“ segir Daníel í samtali við DV. „Þetta er besta minningin mín.“

 

Vinsælt í Asíu og Þýskalandi

Þættirnir Næturvaktin slógu rækilega í gegn þegar þeir voru sýndir á Stöð 2 haustið 2007. Tók þjóðin ástfóstri við þrjár aðalpersónurnar, þá Daníel, Ólaf Ragnar og Georg Bjarnfreðarson. Í kjölfarið fylgdu tvær þáttaraðir til viðbótar, Dagvaktin og Fangavaktin. Þættirnir hafa verið sýndir víða um heim og eiga sér greinilega marga aðdáendur.

Kom það ykkur á óvart að vinsældirnar væru svona miklar?

„Það eru búnir að koma svo margir að þetta er eiginleg hætt að koma manni á óvart. Þættirnir hafa greinilega verið sýndir víða um heim. Hingað kemur til dæmis fjöldi asísks fólks og Þjóðverja.“

Hvað gera túristarnir þarna inni?

„Þau vilja fá að kíkja inn á smurstöðina og í kjallarann. Svo taka þau myndir og ég segi þeim hvernig allt var þegar þættirnir voru teknir upp. Maður er orðinn hálfgerður leiðsögumaður. Ég myndi ekki ganga svo langt að segja að fólk sé í pílagrímsferð en þau sem hafa séð þættina koma við og eru yfirleitt mjög ánægð.“

Kallaður Goggi

Innan búðar er Daníel gjarnan kallaður Goggi, eftir Georg Bjarnfreðarsyni, verslunarstjóra í þáttunum. Hann er sjálfur aðdáandi þáttanna og reiknar með að flestir Íslendingar hafi haft mjög gaman af þeim. Hans uppáhaldspersóna er Ólafur Ragnar sem Pétur Jóhann Sigfússon lék af stakri snilld.

Ætlið þið að gera eitthvað meira með þetta?

„Við höfum rætt það. Til dæmis að hengja upp myndir eða fá einhverja muni sem notaðir voru. Það kemur í ljós hvað verður úr því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

1.200 smit í gær

1.200 smit í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gísli Marteinn gaf vini sínum Loga Bergmanni engan afslátt í Vikunni – „Já, feðraveldið fellur að lokum“

Gísli Marteinn gaf vini sínum Loga Bergmanni engan afslátt í Vikunni – „Já, feðraveldið fellur að lokum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ósátti rithöfundurinn Bragi Páll fékk það óþvegið í kommentakerfi DV en svarar hressilega fyrir sig

Ósátti rithöfundurinn Bragi Páll fékk það óþvegið í kommentakerfi DV en svarar hressilega fyrir sig
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jakob vekur reiði hjá Eddu Falak og Öfgum – „Djöfulsins forréttindablinda og aumingjaskapur“

Jakob vekur reiði hjá Eddu Falak og Öfgum – „Djöfulsins forréttindablinda og aumingjaskapur“