fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Arnrún lenti í óhugnanlegu atviki: „Hryllir við því hvað hefði getað gerst“ – Hvetur fólk til að fara varlega

Auður Ösp
Föstudaginn 16. nóvember 2018 08:50

Arnrún Bergljótardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég má ekki til þess hugsa hvað hefði getað gerst ef ég hefði verið trúgjarnari. Þessi einstaklingur var búinn að hafa mikið fyrir því að vinna traust mitt og en þegar mig fór að gruna að maðkur væri í mysunni þá hvarf hann eins og dögg fyrir sólu. Mér finnst vanta meiri umræðu um hvað samfélagsmiðlar geta verið varasamir,“ segir hin tvítuga Arnrún Bergljótardóttir í samtali við DV. Arnrún flaug nýlega til London og mun dvelja þar næstu vikurnar. Hún gerði því vandlega skil á Instagram-síðu sinni hvar hún hygðist dvelja og kom því á framfæri að hún þekkti ekki marga þar ytra.

„Þá hafði samband við mig stúlka á svipuðu reki og ég. Hún sagðist vera í svipaðri stöðu og ég. Ekki þekkja marga heldur og vildi gjarnan eignast vini,“ segir Arnrún. Þær stöllur spjölluðu á miðlinum og ákváðu síðan að hittast í eigin persónu á kaffihúsi.

Vildi ólm bjóða henni inn í íbúðina

„Ég hafði náttúrlega bara talað við þessa manneskju á netinu og taldi því skynsamlegt að við hittumst á einhverjum opinberum stað fyrst. Hún bað mig þá um að koma við heima hjá sér og síðan færum við saman á nærliggjandi kaffihús. Ég samþykkti það enda fannst mér það ekkert óeðlilegt,“ segir Arnrún.

Þegar hún lét hina nýja vinkonu sína vita af því að hún væri komin að heimili hennar í bresku höfuðborginni þá fékk hún undarleg svör. „Þá sagði hún mér að hún hefði skroppið í sturtu og bað mig um að koma að útidyrahurðinni sinni og banka upp á. Ég var tvístígandi en stelpan pressaði stíft á mig að koma inn. Inngangurinn að íbúðinni hennar var fyrir aftan stóra blokk og mér leist ekki á blikuna,“ segir Arnrún.

Hún endaði með því að neita staðfastlega að banka og fara inn í íbúðina. „Ég sagði henni að það kæmi ekki til greina því ég hefði ekki hitt hana í eigin persónu,“ segir Arnrún. Þá blokkaði viðmælandinn hana á Instagram. „Þessi samskipti vöktu upp hjá mér óhug. Ég komst stuttu síðar að því að þetta var gerviaðgangur þar sem viðkomandi notaði myndir og upplýsingar um aðra stúlku. Ég veit því ekkert við hvern ég var að tala en mig hryllir við því hvað hefði getað gerst ef ég hefði verið bláeygðari, bankað og jafnvel farið inn í íbúðina,“ segir Arnrún. Hún kynntist síðan annarri stúlku í hverfinu í gegnum samskiptamiðilinn og sú hafði lent í sambærilegri reynslu.

„Ég hef síðan rætt þetta við vini mína sem eru flestir á því að þeir hefðu ekki verið jafn tortryggnir og ég í þessum aðstæðum. Ég held því að það vanti meiri umræðu um hætturnar sem geta skapast við notkun samfélagsmiðla og hvað það sé auðvelt að misnota traust fólks. Maður á aldrei að treysta neinum á samfélagsmiðlum sem maður hefur ekki hitt í eigin persónu og hvað þá að fara heim til viðkomandi,“ segir Arnrún ákveðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flugmaður fluttur á bráðadeild eftir slys við Skálafell

Flugmaður fluttur á bráðadeild eftir slys við Skálafell
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pervertinn í háskólanum var ungur Íslendingur: „Hann faldi sig þarna út um allt“

Pervertinn í háskólanum var ungur Íslendingur: „Hann faldi sig þarna út um allt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þrír íslenskir piltar ákærðir í stóru fíkniefnamáli: Brynjar, Dagur og Halldór sakaðir um smygl á 16 kílóum

Þrír íslenskir piltar ákærðir í stóru fíkniefnamáli: Brynjar, Dagur og Halldór sakaðir um smygl á 16 kílóum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur hoppandi illur út í Landsbankann: „Greiða 483 þúsund meira í vaxtakostnað á ári“

Vilhjálmur hoppandi illur út í Landsbankann: „Greiða 483 þúsund meira í vaxtakostnað á ári“