fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Harpa – Á meðan ég eldaði kvöldmatinn sprautaði hann sig inni á klósetti og var næstum dáinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. nóvember 2018 07:15

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mörg ár hefur sonur Hörpu Hildiberg Böðvarsdóttur verið sprautufíkill. Erfiðlega hefur gengið að koma honum í meðferð og segir hún að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða til að vinna á biðlistum en þeir eru víðast langir.

Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins í dag. Þar segir að Harpa hafi hleypt syni sínum inn á heimilið í september eftir að hann hafði setið þar fyrir utan, illa á sig kominn og grátandi.

„Ég gaf hon­um að borða og skipaði hon­um í sturtu en svo á meðan ég var að elda kvöld­mat­inn sprautaði hann sig inni á kló­setti og var næst­um dá­inn á mínu heim­ili fyr­ir fram­an mig og bræður sína.“

Er haft eftir Hörpu. Sonur hennar hefur verið í fíkniefnaneyslu síðan um aldamótin og sprautufíkill síðan 2010.

„Það er bara skelfi­legt þegar þú ert kom­inn út í það. Það er svo erfitt að kom­ast úr því. Þetta eru svo ofboðslega mik­il veik­indi.“

Segir Harpa sem er stöðugt með áhyggjur af syni sínum. Hún segir þetta hafa mikil áhrif á sig og fjölskylduna og hún viti aldrei hvort hún er að sjá hann í síðasta sinn.

„Hann er nátt­úr­lega að horfa á þá sem voru með hon­um í meðferð og fé­laga sína vera að falla núna og bara það að vita af hon­um á göt­unni gerði mig al­veg skelfi­lega hrædda. Síðast þegar hann var hérna heima sprautaði hann sig ein­mitt og ég þurfti að hringja á sjúkra­bíl. Maður veit aldrei þegar maður sér hann hvort það sé í síðasta skipti. Það er sá kvíði. Yf­ir­leitt þegar ég sé ókunn­ug síma­núm­er þá get ég ekki svarað þeim en ég ákvað að svara núna. Maður verður bara að vera sterk­ur.“

27 manns, yngri en 39 ára, hafa látist af völdum fíknar það sem af er ári en tölurnar eru fengnar úr gagnagrunni SÁÁ. Í þessu samhengi hefur verið rætt um að faraldur fíknisjúkdóms sé að ræða.

Harpa segir að það verði að ráðast í aðgerðir vegna biðlista sem víðast eru í þau meðferðarúrræði sem eru í boði hérlendis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Eflingar hæðist að Hatara: Hver ætlar að heimsækja þá í fangelsið?

Framkvæmdastjóri Eflingar hæðist að Hatara: Hver ætlar að heimsækja þá í fangelsið?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur
Fréttir
Í gær

Lá í götunni á Mosfellsheiði

Lá í götunni á Mosfellsheiði
Fréttir
Í gær

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldsvoðinn í rækjutogaranum: Sjáðu einstakar myndir frá vettvangi

Eldsvoðinn í rækjutogaranum: Sjáðu einstakar myndir frá vettvangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveikum heyrnarlausum mismunað – Fastar í fátæktargildru á meðan aðrir njóta lífsins

Langveikum heyrnarlausum mismunað – Fastar í fátæktargildru á meðan aðrir njóta lífsins