fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. nóvember 2018 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega einn af hverjum þremur Íslendingum hefur ekki lesið bók á íslensku sér til skemmtunar á síðustu 12 mánuðum. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR á lestrarvenjum landsmanna. Nær helmingur landsmanna, 42%, sagðist að jafnaði lesa bækur í hverri viku

Kváðust 41% svarenda eingöngu hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar, 27% kváðust hafa lesið bækur á bæði íslensku og öðrum tungumálum og 7% kváðust einungis hafa lesið bækur á öðrum tungumálum. Þá kváðust 25% svarenda ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar yfir síðustu 12 mánuði.

Konur, 74%, voru líklegri en karlar, 62%, til að segjast hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar en 48% kvenna kváðust að jafnaði lesa vikulega eða oftar, samanborið við 36% karla. Ungt fólk les minna en þeir sem eldri eru, 31% svarenda á aldrinum 18-29 ára kvaðst ekki hafa lesið bækur yfir síðustu 12 mánuði og 24% til viðbótar kvaðst að jafnaði lesa sjaldnar en mánaðarlega. Lestur jókst einnig með aukinni menntun og heimilistekjum.

Þegar litið var til stjórnmálaskoðana kom í ljós að stuðningsfólk Vinstri grænna var líklegast til að segjast lesa bækur á íslensku sér til skemmtunar, eða heil 88%. Þá var stuðningsfólk Flokks fólksins, 37%, og Miðflokksins, 31%, líklegast til að segjast ekki hafa lesið bækur sér til skemmtunar yfir síðustu 12 mánuði.

Könnunin var gerð dagana 8.-12. nóvember 2018. 1048 einstaklingar svöruðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Pálmi Gestsson, þú veist hvar ég bý renni þér blóðið til skyldunnar“

„Pálmi Gestsson, þú veist hvar ég bý renni þér blóðið til skyldunnar“
Fréttir
Í gær

Sakfelld fyrir að aðstoða við tölvuglæp – „Framburður þeirra í hæsta máta ótrúverðugur“

Sakfelld fyrir að aðstoða við tölvuglæp – „Framburður þeirra í hæsta máta ótrúverðugur“