fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Azra er íslenskur múslimi og segir kirkjuheimsóknir skóla slæmar: „Kveið reglulega fyrir jólunum“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. nóvember 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Azra Crnac, sem er ættuð frá Bosníu en hefur alla ævi búið á Íslandi, lýsir á Twitter upplifun sinni af heimsóknum skóla í kirkjur um jólin. Hún segir það úrelta hugsun sem veldur útskúfun barna sem ættuð eru úr öðrum menningarheim. Hún lýsti því yfir í fyrra í viðtali við Suðurnesjamagasín að hún aðhylltist íslam en hún kallar sig Fyrirmyndar múslimi á Twitter.

„Ég ólst upp sem „múslimi“ og mér kveið reglulega fyrir jólunum í grunnskólanum því það var undantekningarlaust farið í kirkjur, farið með bænir og sungin kristileg lög. Verandi frá öðru landi þá er ég alin upp við aðra menningu skiljanlega,“ segir Azra.

Hún segist hafa upplifað útskúfun vegna þessa. „Málið var ekki að foreldrar mínir bönnuðu mér að fara í kirkjur, heldur var þetta frekar óþægindin sem fylgdu ósamræminu að vera múslimi innan um kristna. Ég fékk og upplifði útskúfunartilfinningu að vera ekki eins og hinir. Fyrir marga er þetta gífurlega erfitt og flókið efni til þess að útskýra fyrir börnunum sínum af hverju „við“ færum ekki í kirkjur eins og hinir. Ekki síst áhrifin sem það hefur. Að vera skilinn útundan á meðan krakkar fóru í sunnudagsskóla, kristilegar sumarbúðir og fleira,“ segir Azra.

Hún segir að sem betur fer hafi þetta farið minnkandi. „Oft heyri ég í fullorðnu fólki sem skilur ekki þær stefnur sem grunnskólar eru farnir að taka hvað varðar kirkjuheimsóknir. Að þetta sé tilgangslaust og það megi sko alveg fara með krakkana í kirkjur og fræða þau. Ég segi það nú ekki, en er þetta eitthvað sem grunnskólar þurfa? Nú sem betur fer hafa grunnskólar áttað sig á þeirri staðreynd að mikil fjölmenning er í okkar landi. Að hafa það sem skipulagða skólastarfsemi að koma börnum í kirkjur er heldur betur úrelt hugsun,“ segir Azra.

Hún segir að þennan boðskap megi boða innan veggja skólans. „Boðskapur jólanna getur alveg eins verið kenndur innan um skólastofur og kærleikurinn fengið að njóta sín innan þeirra veggja. Það er ekki okkar að þvinga krökkum inn í kirkjur – sérstaklega þegar krakkar eru meðvitaðir um sína trú. Um leið og þú ert meðvitaður, þú veist að þetta er ekki þinn staður þá fer þér að líða óþægilega. Hvað er þá í stöðunni? Að verða eftir einn í skólanum á meðan hinir fara? Eða fara bara með og finnast þú óvelkominn?,“ spyr Azra.

Hún segir slæmt að upplifa sig óvelkomna á helgasta tíma íslensku þjóðarinnar. „Kirkjuheimsóknir er eitthvað sem foreldrar eiga að ræða við börnin sín og sinna. Ég pirraði mig oft á því sem barn að kirkjan hafi verið notuð sem einhversskonar samkomustaður. Þegar það eru fullt af öðrum samkomustöðum. Ég er ekki rosalega trúuð, en ég ber virðingu fyrir þeirri menningu sem trú foreldra minna færði mér. Ég hef öðruvísi upplifun af kirkjum en flest ykkar, sem er allt í lagi. En ég HEF upplifað þetta sem útlendingur. Ég veit hvað það er sárt að vera skilinn útundan og vera öðruvísi hvað varðar jólin, sem eru einnig það allra heilagasta fyrir íslensku þjóðina,“ segir Azra.

Hún segist sár þegar umræða um heimsóknir grunnskólabarna í kirkjur hefst. „Það sem hægt er að gera þegar það kemur að kirkjuheimsóknum er að sleppa þeim alveg. Það er hægt að gleðjast saman í skólanum og mynda fræðslu sem á að vera opin öllum og beinast jafnt að öllum hópum skólans. Krakkar, þá sérstaklega þeir sem skarast úr hópnum þurfa að upplifa sig velkomna. Við eigum ekki að einangra þau með einhverjum hefðum sem auðveldlega hægt er að breyta. Ég verð bara svo sár þegar þessi umræða fer af stað því ég veit vel hvernig þetta var fyrir mig. Að þurfa upplifa sig öðruvísi og vera með hamlanir því mikið ungmennastarf tengdist kirkjunni,“ segir Azra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Birgi blöskrar subbuskapurinn: „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað það var brjálæðislega mikið“

Birgi blöskrar subbuskapurinn: „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað það var brjálæðislega mikið“
Fréttir
Í gær

Tveir hafa kvartað vegna Sigríðar: Telja hana vanhæfa til að sitja í nefnd um ráðningu nýs seðlabankastjóra

Tveir hafa kvartað vegna Sigríðar: Telja hana vanhæfa til að sitja í nefnd um ráðningu nýs seðlabankastjóra