fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Óttast aukna heróínneyslu á Íslandi: „Í raun verið að búa til þennan grunn“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 09:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Undanfarið hefur verið aukning á aðgengi að lyfjum til dæmis. Þróunin í Bandaríkjunum hefur verið að samhliða því er skrefið tekið yfir í heróín meðal annars. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð en aðrar Evrópuþjóðir telja áhyggjuefni og maður hlýtur að spyrja sig hvort ástæða sé fyrir okkur að hafa áhyggjur af.“

Þetta segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn í samtali við Morgunblaðið í dag. Aukin harka handrukkara, aukin ásókn fólks í sterkari fíkniefni og fjölgun dauðsfalla í tengslum við neyslu er meðal þeirra viðfangsefna sem lögregla þarf að glíma við.

Í samtali við Morgunblaðið segir Karl að ástæða sé til að vera á varðbergi varðandi þróun fíkniefnaneyslu hér á landi. Bendir hann á að aukin heróínneysla í Bandaríkjunum hafi verið afleiðing af betra aðgengi að lyfjum. Þó að þessi þróun sé ekki enn komin til Íslands telur Karl Steinar ástæðu til að hafa áhyggjur.

„Hingað til höfum við ekki talið að ástæða sé til að hafa áhyggjur af heróínneyslu, enda hefur umhverfið ekki verið til staðar og ekki verið kominn neytendahópur. En þegar kominn er svona hópur eins og við sjáum í dag þá er í raun verið að búa til þennan grunn. Við höfum því áhyggjur og deilum nú áhyggjum annarra Evrópuþjóða í því. Það eru merki um stóraukna heróínframleiðslu í Afganistan og fleiri löndum sem hafa sérhæft sig í því. Við stöndum að ég held frammi fyrir talsverðum áskorunum á þessu sviði.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum
Fréttir
Í gær

Sveinn Hjörtur fann fágætan grip í Kolaportinu – Fangar spiluðu tregafulla söngva

Sveinn Hjörtur fann fágætan grip í Kolaportinu – Fangar spiluðu tregafulla söngva
Fréttir
Í gær

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu
Fréttir
Í gær

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur
Fréttir
Í gær

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV
Fréttir
Í gær

Lá í götunni á Mosfellsheiði

Lá í götunni á Mosfellsheiði
Fréttir
Í gær

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“
Fyrir 2 dögum

Rof milli Kristjáns og Bjarna

Rof milli Kristjáns og Bjarna