fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hallur fékk milljónir frá Sjómannafélagi Íslands – Varði Jónas á Facebook

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallur Hallsson, rithöfundur og fyrrverandi fjölmiðlamaður, fékk samtals 13 milljónir króna frá Sjómannafélagi Íslands á árunum 2013 til 2015 fyrir að skrifa sögu félagsins, Frjálsir menn þegar aldir renna. Formaður félagsins, Jónas Garðarsson, er meðal umdeildustu manna Íslands nú eftir að Heiðveig María Einarsdóttir bauð sig fram til formanns félagsins.

Stundin greinir frá greiðslum Sjómannafélagsins til Halls. Þar kemur fram að í ársreikningi félagsins fyrir árið 2015 kemur fram að félagið hafi greitt rúmlega 22 milljónir króna fyrir „ritstörf“ á árunum 2014 og 2015. Hallur segist þó einungis hafa fengið 13 milljónir fyrir verkefnið, hálfa milljón króna á mánuði í verktakagreiðslur í 26 mánuði.

Hallur hefur varið Jónas á Facebook-síðu sinni og sagði til að mynda á Facebook þann 2. október að framboð Heiðveigar væri í anda Gunnars Smára Egilssonar, eins stofnenda Sósíalistaflokksins. Fyrir helgi gagnrýndi hann jafnframt DV harðlega á Facebook fyrir að segja frá því í Lítt þekktum ættartengslum að Jónas væri faðir Mörtu Maríu Jónasdóttur, kennda við Smartland. Hann eyddi þó þeirri færslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala