fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Guðrún Ósk segir ófremdarástand á Vatnsnesi: „Það mun enda með stórslysi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir,  íbúi á Vatnsnesi í Húnavatnasýslu, segir ófremdarástand á Vatnsnesvegi og íbúar hafi áhyggjur af lífum þeirra sem aka á veginum. Hún segir í færslu á Facebook að hún vilji vekja athygli á ástandinu sem hún telur að sé jafnvel orðið lífshættulegt. Almennur fundur var haldinn í gær með Sigurði Inga Jóhannssyni, Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, og  í samtali við DV segist Guðrún vongóð eftir fundinn um að vegurinn komist á samgönguáætlun og verði loks malbikaður.

 

Gott að búa á Vatnsnesi en vegurinn ónýtur

Guðrún Ósk birtir myndir af bílum sem hafa oltið eða farið út af veginum á árunum 2017 og 2018.

Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir hefur búið á Vatnsnesi í tæplega 2 ár og segir að þó þar sé gott að búa þá sé Vatnsnesvegur orðinn íbúum mikill kvíðavaldur. Kletturinn Hvítserkur er vinsæll meðal ferðamanna og hefur umferð um Vatnsnes aukist mikið og viðhaldi á veginum er svo ábótavant að Guðrún segir veginn í dag ónýtan.  Flestir ábúendur á Vatnsnesi hafi horft upp á eða komið að slysi, mörg þar sem fólk hefur slasast og íbúar óttist að í framtíðinni slasist einhver lífshættulega, láti jafnvel lífið, ef ekkert er að gert.

„Það sjá allir að ástandið getur ekki verið svona mikið lengur. Það mun enda með stórslysi og við erum einfaldlega ekki tilbúinn til þess að bíða eftir að það gerist.“

Samkvæmt Guðrúnu hefur komið til margra útkalla vegna bíla í hremmingum, sem fara útaf, festa sig eða velta. Björgunarsveitir og sjúkrabílar eru þar algeng sjón sem og kranabílar sem draga bifreiðar sem hafa orðið fastar eða skemmst.

Árið 2004 varð banaslys við Valdalæk þegar tékknesk kona á fertugsaldri lést þegar bifreið sem hún var farþegi í valt á veginum og í október 2016 valt bifreið við Krossnes með fjórum ferðamönnum sem alla þurfti að flytja til Reykjavíkur í forgangsakstri, en mikil mildi þótti að þeir hafi lifað slysið af.  Guðrún hefur það eftir sjúkraflutningamanni að hræðilegt hefði verið að flytja fólk á veginum eins og hann var 2016 og hefur Guðrún miklar áhyggjur af því viðbragðsaðilar séu lengur að komast á slysstað heldur en ef aðstæður væri í betri.

„Þegar alvarleg slys verða þá skiptir oft hver sekúnda máli, hvað þá mínútur“.

Börnin bílveik og eyða um tveim klukkustundum á dag í skólabíl

Börnin á Vatnsnesi fara með skólabíl í skólann. Þau börn sem lengst sitja eyða 120 mínútum á dag í skólabílnum sem nemur 10 klukkustundum en samkvæmt 3. mgr. 4. gr. reglna um skólaakstur í grunnskóla skal miðað við að daglegur heildartími skólaaksturs, að biðtíma meðtöldum, sé ekki lengur en 120 mínútur á viku. Ná þau börn sem lengst sitja í skólabílnum á Vatnsnesi þessu hámarki og fara yfir það ef aðstæður versna.  Guðrún segir að börnunum kvíði fyrir því að fara í og úr skóla, þau verði bílveik og séu svo þreytt þegar heim er komið að þau geti lítið tekið þátt í fjölskyldulífinu. Nú fari fljótlega að frysta og frjósi þá vegurinn með öllum sínum holum og telur hún að þá muni ferðatími barnanna lengjast ennþá frekar sem og vegfarendum verði voðinn vís.

Vongóð eftir fund með ráðherra

Í gær var haldinn almennur fundur með Sigurði Inga Jóhannsyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem Vatnsnesvegur var tekinn til umfjöllunar og fannst Guðrúnu ráðherra sýna málinu skilning. Hún sagði í samtali við DV að henni hefði fundist ráðherra mjög jákvæður og hefði hann gert íbúa mjög vongóða um að vegurinn komist inn á samgönguáætlun og verði malbikaður.

 

Sjá einnig: Vegurinn svo slæmur að börnin kasta upp í skólaakstri og upplifa kvíða:„Má segja að þetta jaðri við barnaverndarmál“

Sjá einnig: Versti vegur Íslands nær ekki athygli þingmanna kjördæmisins – Kvíðin börn í skólabílnum kasta reglulega upp vegna hristings

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum

Halla Bergþóra á að meta hvort hefja eigi nýja rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum
Fréttir
Í gær

Sveinn Hjörtur fann fágætan grip í Kolaportinu – Fangar spiluðu tregafulla söngva

Sveinn Hjörtur fann fágætan grip í Kolaportinu – Fangar spiluðu tregafulla söngva
Fréttir
Í gær

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu
Fréttir
Í gær

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur
Fréttir
Í gær

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV
Fréttir
Í gær

Lá í götunni á Mosfellsheiði

Lá í götunni á Mosfellsheiði
Fréttir
Í gær

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara

Ljóst að eftirmál verða vegna uppátækis Hatara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“
Fyrir 2 dögum

Rof milli Kristjáns og Bjarna

Rof milli Kristjáns og Bjarna